Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skrambinn

Frá því McCain valdi Palin sem varaforsetaefni sitt hafa æði margir lagt nótt við dag við að níða ríkisstjórann í Alaska. Hún trúir of mikið á Guð, á of margar haglabyssur, er of falleg, of hægrisinnuð og margt fleira sem ekki er vinsælt í dag.

Þar sem mér hefur virst skoðanir Palin í flestum (en þó ekki alveg öllum) tilfellum vera þær sömu og mínar var ég að vona að þarna gæti verið á ferðinni sterkur málsvari hægrimanna. Sem bónus myndi hún fara mátulega mikið í taugarnar á fólki sem álítur að konur í pólitík þurfi absolút að vera vinstrisinnaðar - annað sé svik við kvennabaráttuna og konur almennt. 

Nema hvað - ýmislegt bendir til að Palin sé ekki alveg jafn frábær og ég hafði vonað. Að minnsta kosti eru til nokkur klipp úr viðtali Katie Couric við Palin sem gefa til kynna að Palin sé óörugg og ekki sérlega sleip á svelli alþjóðastjórnmála. Hér er eitt þessara myndbrota (uppfært: CBS hlekkurinn virkaði ekki):

Ekki traustvekjandi. Ég er samt ekki búinn að gefa upp alla von :)


Quoted out of context

Ekki er öll vitleysan eins. Nú er það ekki sérlega fréttnæmt - allra síst í dag - að einhver bloggari sé með skæting. Ekki ætla ég heldur að elta ólar við alla þá sem eru mér ósammála - enda er ég sennilega í miklum minnihluta þar sem ég a) hef efasemdir um hnattræna hlýnun af manna völdum, b) hef dálæti á Ronald Reagan og, c) er andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Sennilega lítið sniðmengi þar á ferð :)

Málið er að við Friedrich Hayek lentum í því fyrir nokkrum dögum að vera alveg svakalega misskildir af þessum áhugamanni um málefni líðandi stundar. Í eftirskrift í frekar fúlli athugasemd við ágæta færslu á Hægrisveiflunni skrifar áugamaðurinn eftirfarandi: 

Þarna virðist vilji áhugamannsins til að koma einhverskonar höggi á mig bera skynsemina ofurliði. Er hann sennilega að vísa í varnaðarorð Hayek um að þeir sem aðhyllist jöfnuð séu í raun óhjákvæmilega að kalla yfir sig alræði, en þessi orð Hayek hef ég notað hér á þessari síðu.

A claim for equality of material position can be met only by a government with totalitarian powers.

Áhugamaðurinn snýr þessum orðum alveg á haus og gerir mér upp þá skoðun að best sé að tryggja jafnrétti með alræði. Greinilega ekki bara Davíð sem þarf að búa við þetta - líka við Hayek. Eigum við ekki að vona að það sé tákn um eitthvað frábært að lenda í svona löguðu - eins og Prefab Sprout söng eitt sinn: 

We were songbirds, we were Greek Gods
We were singled out by fate
We were quoted out of context - it was great/we were great

 


"Spin eller galskab"

McCain í BörsenLítið dæmi um það með hve afgerandi hætti flestir fjölmiðlar hafa tekið afstöðu með Obama/Biden og gegn McCain/Palin er þessi grein í Børsen um þá skoðun McCain að fresta ætti kappræðum forsetaframbjóðendanna vegna efnahagskreppunnar. Hjá Børsen er fyrirsögnin sú að annað hvort sé um að ræða  "spin" (pólitíska leikfléttu) eða  "galskab" (bilun). Það er sem sagt ekki inní myndinni að þetta sé ábyrg og skynsamleg ráðstöfun í mestu kreppu í heilan mannsaldur.

Meira segja McCain man ekki verri kreppu.

 


Skrumskælingar á lýðskrumsummælum

Þótt fyrirsögnin að þessari færslu líti e.t.v. út fyrir að vera hluti af upphitunaræfingu í Tjáningu 102 sem ég var svo lukkulegur að upplifa hjá Erlingi Sigurðarsyni í MA fyrir ekkert mjög mörgum árum þá er það bara tilviljun held ég. Og þó. Málatilbúnaðurinn sem hér er til umfjöllunar á þó það skylt við mentó að hann minnir einna helst á Morfís þar sem orð andstæðingsins eru gjarnan slitin úr samhengi og rökum snúið á hvolf til að skora stig. Og svo eru nokkrir af aðalleikurunum sennilega búnir að elda grátt silfur saman síðan þeir voru sjálfir í menntaskóla uppúr miðri síðustu öld. Kannski langsótt tenging :)

Eins og margir aðrir horfði ég á viðtal við Davíð Oddsson á dögunum - gerði meira segja gott betur og horfði á viðtalið í heild á vefnum. Ég dreg ekki dul á það að ég hef lengi verið hrifinn af Davíð enda einn af fáum íslenskum stjórnmálamönnum (fyrrverandi sem núverandi) sem í raun hafði skýra pólitíska sýn. Davíð er að auki rökfastur, samkvæmur sjálfum sér og með einstaka lagni við að flytja mál sitt þannig að fólk skilur. (Best að eyða samt ekki of mörgum kílóbætum í að mæra Davíð hér.)

En Davíð Oddson er ekki lengur sjórnmálamaður. Hann er formaður bankastjórnar Seðlabankans. Sú krítík sem Davíð hefur fengið í kjölfar viðtalsins er að vissu leyti réttmæt þar sem honum ber að fylgja ákveðnum ramma um það hvernig Seðlabankinn tjáir sig um efnahagsmál. Þó ég þekki ekki vel þann lagaramma sem um hér um ræðir kann vel að vera að Davíð hafi farið út fyrir hann í umræddu viðtali - það væri allavega ekki í algjörlega óvænt hegðun. Að þessu leyti er eðlilegt og málefnalegt að krítisera Davíð og minna á að hann er málpípa Seðlabankans.

Einnig er skiljanlegt að fólk velti upp spurningum um það hvort Davíð beri að nokkru leyti ábyrgð á þeirri ofþenslu sem hér hefur verið sem m.a. hefur valdið þvi að ungt fólk á  í dag mjög erfitt með að koma sér upp þaki yfir höfuðið sbr. ágætt komment "Daða" við færslu Egils Helga um málið. Ég tel reyndar að ástandið í íslensku efnahagslífi sé að töluverðu leyti "timburmenn" vegna hraðrar þróunar úr lokuðu hagkerfi hafta yfir í opið markaðshagkerfi. Þróunar sem m.a. Davíð getur verið stoltur af að hafa átt þátt í að hrinda af stað og leitt hefur til almennrar kaupmáttaraukningar. Margir fóru sannarlega of geyst í Hummer-jeppum og fjórhjólum og 100% húsnæðislánum í erlendri mynt þegar gengisvísitalan var 118 en ekki 180 eins og hún er í dag en hæpið er að kenna barþjóninum um að maður hafi drukkið of mikið og endað útí skurði í beygluðum Hummer.

Það er hins vegar líka töluvert framboð af ómálefnalegri og furðulegri krítik í kjölfar viðtalsins við Davíð. Leiðari Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu 23. september er í aðra röndina málefnaleg krítík um að yfirlýsingar Davíðs samræmist ekki ramma Seðlabankans en í hina röndina ævintýraleg mistúlkun á ummælum Davíðs um að það séu "lýðskrumarar af versta tagi" sem gefa í skyn hægt sé að leysa aðsteðjandi vanda með þvi einu að taka upp evru. Einhvernveginn fær Þorsteinn ummæli Davíðs til að vera svar við skoðunum Jónasar H. Haralz um peningamálastefnu Seðlabankans og kryddar málið með smá tímaflakki til tíðar Geirs Hallgrímssonar! Spurning hvort þarna sé á ferðinni persónuleg agenda Þorsteins sem hafi meira með óuppgerðar sakir við Davíð en peningamaálstefnu Seðlabankans. Ef svo er væri ekki úr vegi að minna ristjóra útbreiddasta dagblaðs landsins á ábyrgð hans. 

Davíð og Þorsteinn


Sarah Who?

Varaforsetaefni Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í BNA, Sarah Palin, er sannarlega milli tannanna á fólki þess dagana. Stuðningsmenn Obama reyna að gera hana tortryggilega (eins lesa má úr þessari frétt mbl.is) og finna henni flest til foráttu á meðan McCain og co. koma henni til varnar.

Hér heima hafa menn skoðun á þessari konu sem fæstir vissu af fyrir tveimur vikum (ég man allavega ekki eftir að hafa heyrt um hana fyrr) og gengur Egill Helgason m.a. nokkuð langt að mínu mati með að segja að skoðanir Palin séu hrollvekjandi. Hér fyrir neðan er úrdráttur af Wikipedia yfir skoðanir hennar og ég get fyrir mitt leyti tekið undir megnið af þeim skoðunum sem Sarah Palin er sögð standa fyrir. Stuðningur hennar við dauðarefsingu er sennilega það eina sem ég er kategorískt á móti! En þið getið dæmt sjálf:

Abortion - In 2002, while running for lieutenant governor, Palin called herself as "pro-life as any candidate can be."[44] She opposes abortion for rape and incest victims, supporting it only in cases where the mother's life is in danger,[101] and suggested that requiring parental consent for abortions be added to Alaska's constitution.[102] 

Capital Punishment - Palin supports capital punishment for some crimes. She has stated that: "If the legislature passed a death penalty law, I would sign it. We have a right to know that someone who rapes and murders a child or kills an innocent person in a drive-by shooting will never be able to do that again."[104]

Creationism and Evolution - In a televised debate in 2006, Palin said she supported teaching both creationism and evolution in public schools. She clarified her position the next day, saying that if a debate of alternative views arose in class she would not prohibit its discussion. She added that she would not push the state Board of Education to add creation-based alternatives to the state's required curriculum.[105]

Global Warming - Palin does not believe that global warming is human-caused.[55]

Guns - Palin, a long-time member of the National Rifle Association, strongly supports its interpretation of the Second Amendment as protecting individual rights to bear arms, including handguns. She also supports gun safety education for youth.[106]

Same-Sex Marriage - Palin opposes same-sex marriage[44] and supported a non-binding referendum for a constitutional amendment to deny state health benefits to same-sex couples.[108] Palin has stated that she supported the 1998 constitutional amendment to ban same-sex marriage.[44]

Sex Education - Palin is a "firm supporter of abstinence-only education in schools" according to CNN in 2006.[109] When running for governor in 2006, Palin wrote, "Yes, the explicit sex-ed programs will not find my support," in response to a questionnaire by the Eagle Forum Alaska.[110][111]

Þessa stundina er það nú samt einhverskonar sápuópera um barneignir Söru sjálfrar sem og dóttur hennar sem eru óþarflega fyrirferðarmikil í umræðunni.


mbl.is Uppljóstranir um Söruh Palin valda óróa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hér er svo þetta snaggaralega innslag...

...frá fermingarbróður mínum McCain, sem fréttin fjallar um og væri upplagt að láta fylgja með! McCain er nefnilega með fína síðu á YouTube eins og vera ber enda þótt hann kunni ekki mikið á tölvupóst og svoleiðis. Ekki svo að skilja að það skipti neinu máli hvort hann kunni á tölvupóst í því starfi sem hann sækist eftir - ekki frekar en að hann þurfi að kunna að búa til widget með mash-up í pastellitum! Allavega mælist hann á ágætri siglingu þessa dagana og búinn draga Obama uppi. Meget spændende :) 


mbl.is McCain hrósar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldur Pútín

Í gærkvöldi var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í viðtali í Kastljósi hjá Helga Seljan. Ræddu þau um ýmis mál og sýndist mér Helgi reyna að fá utanríkisráðherrann til að segja eitthvað fréttnæmt um hergagnaflutninga íslenskra flugfélaga til Georgíu og skoðun hennar á samningum BNA og Tékklands og Pólands um eldflaugavarnir og annað sem Pútín og Medvedev láta fara í taugarnar á sér þessa dagana.

Ingibjörgu tókst ágætlega að detta ekki í þessa gildrur - enda kannski eins gott ef hún ætlar að gera sér vonir um að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Þó þótti mér frekar fyndið þegar utanríkisráðherrann sagði að það sem gera þyrfti nú þegar mikil spenna væri kominn upp í samskiptum Rússa og Nató væri að "kæla það allt niður eins og kostur er".

Ég er ekki viss um að ráðlegt sé að fara of geyst í þá kælingu enda ekki svo ýkja langt síðan Kaldastríðinu lauk með upplausn Sovétríkjanna - þó svo Pútín hugsi vafalítið með söknuði til þess tíma og virðist vinna  að því hörðum höndum að endurreisa Rússland sem stórveldi. Það eru því blikur á lofti um að lýðræði, frelsi og friður verði ekki á dagskrá hjá Rússum og næstu nágrönnum þeirra í bráð. Læt kuldalega mynd úr Hlíðarfjalli fylgja með sem ég tók síðasta vetur.

Horft upp Hlíðarfjall

Góður bolti

Alveg magnað. Stór stund fyrir okkur að komast svona langt. Til hamingju Íslendingar.

PS. Pínu fyndið reyndar að hugsa til þess að enginn vildi þjálfa þetta handboltalið í vor, eins og Vefþjóðviljinn bendir á neðst í þessari færslu


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðakris alltaf í gáfumannapoppinu

Óvist hvort þetta rap hjá Ludacris hjálpi Obama í forsetastólinn enda hefur skrifstofa Obama þegar gefið út yfirlýsingu um að rapparinn ætti að skammast sín.


Sprengjuáras eða hryðjuverk

Veit ekki hvort þetta er meðvitað orðaval hjá mbl eða hvort ég er haldin orðhengilshætti á lokastigi, en ég hjó alla vega eftir því að Mogginn (og reyndar fleiri) kallar þetta sprengjuárásir á meðan Eyjan (og reyndar fleiri) kallar þetta hryðjuverk.
mbl.is Þrír handteknir í Istanbúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband