Ţjóđ í höftum

Eftirfarandi grein birtist á Pressunni 15. mars 2011.

Ţessa dagana eyđa óeđlilega margir Íslendingar tíma sínum í umrćđur um málefni sem ćttu í raun ekki ađ vera til umrćđu miđađ viđ ţau fjölmörgu brýnu úrlausnarefni sem ţjóđin stendur frammi fyrir. Ég er einn ţessara Íslendinga. Málefniđ er ađ sjálfsögđu Icesave. Miklu frekar kysi ég ađ nýta tíma minn í ađ sinna hugđarefnum sem veita mér og öđrum meiri gleđi, eđa til ađ taka ţátt í umrćđu um brýnni ţjóđfélagsmál sem ekki verđa umflúin: orkumál, atvinnumál, umhverfismál, menntamál og svo mćtti lengi telja.

Ţar sem ríkisstjórn Íslands hefur brugđist illilega í hagsmunagćslu fyrir íslenskan almenning og málsvörn í Icesave málinu hefur almenningur sjálfur ţurft ađ halda uppi vörnum. Ég tel mér skylt ađ taka ţátt í ţeirri vörn.

Hvítt er svart og svart er hvítt

Illu heilli fyrir íslenska ţjóđ virđast ráđamenn haldnir ţeirri ţráhyggju ađ íslenskum skattgreiđendum sé nauđugur einn kostur ađ bera fjárhagstjón sem gjaldţrot islensks einkabanka olli á erlendri grund. En Íslendingar hafa ađra kosti í stöđunni. Íslendingar hafa ţann kost ađ treysta á lög og reglu - treysta á stođir réttarríkisins.

Í réttarríki sem byggir á frjálsum samningum lendir fjártjón viđ gjaldţrot banka á ţeim sem eiga beina ađild ađ málinu: einkum hluthöfum og ţeim sem lánađ hafa fé til bankans, ţ.m.t. innistćđueigendum. Ţannig eru lögin. Ţannig eru leikreglurnar.

Ţađ er ef til vill tímanna tákn ađ reynt sé ađ telja íslenskum almenningi trú um ađ ekki sé ţorandi ađ halda uppi vörnum og láta á ţađ reyna fyrir dómstólum hver réttur Íslands sé í Icesave deilunni. „Dómsstólaleiđin er hćttuleg“, er okkur sagt. Betra sé ađ láta undan og fallast á skilyrđi samnings ţar sem Íslendingar halda viđsemjendum sínum skađlausum líkt og Íslendingar hafi ţegar gjörtapađ dómsmáli.

Gjaldeyrishöft og Icesave

Annađ dćmi um málflutning ţar sem hlutunum er snúiđ á hvolf í von um ađ almenningur beri ekki skynbragđ á rökrćnt samhengi hlutanna er umrćđan um gjaldeyrishöft og áhrif Icesave á ţau.

Markmiđ gjaldeyrishaftanna sem sett voru haustiđ 2008 var ađ hefta útstreymi gjaldeyris og forđa verulegu falli á gengi krónunnar. Ţó ađ sú ráđstöfun og gagnsemi hennar til lengri tíma sé umdeild ber flestum saman um ađ gjaldeyrishöftin komu i veg fyrir enn meira fall íslensku krónunnar í kjölfar bankahrunsins en raun ber vitni og ađ núverandi gengi krónunnar sé talsvert hćrra en ţađ vćri ef gjaldeyrisviđskipti vćru gefin frjáls. Skýr vísbending um ađ svo sé er sú stađreynd ađ gengi íslensku krónunnar utan haftanna, svokallađ aflandsgengi, er um 60% lćgra en skráđ gengi seđlabankans.

Fyrir liggur ađ kostnađur ríkissjóđs vegna fyrirliggjandi Icesave-samninga (Icesave III) er mjög nćmur fyrir gengisţróun krónunnar á samningstímanum og ljóst ađ hófleg lćkkun krónunnar myndi margfalda ţćr upphćđir sem lenda á skattgreiđendum ađ öđru óbreytt.

Ţeir útreikningar sem kynntir hafa veriđ ađ undanförnu á líklegum kostnađi ríkissjóđs vegna samningsins byggja á ţeirri megin forsendu ađ gengi krónunnar haldist stöđugt á samningstímanum og ţannig má segja ađ áframhaldandi gjaldeyrishöft séu ein forsenda ţess ađ kostnađur vegna Icesave III verđi innan viđráđanlegra marka.

Ţá má hverjum manni vera ljóst ađ samningur, sem felur í sér skuldbindingar til langs tíma um ótilgreindar greiđslur í erlendri mynt sem numiđ geta tugum og jafnvel hundruđum milljarđa, minnkar verulega svigrúm til afnáms gjaldeyrishafta á samningstímanum.

Í ljósi ţessa samhengis er nćr óskiljanlegt ađ ţví sé nú ítrekađ haldiđ fram ađ samţykkt Icesave-samningsins í ţjóđaratkvćđagreiđslu 9. apríl muni flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta og ađ höfnun samningsins muni festa ţau í sessi. Ţetta er eitt dćmi af mörgum um röksemdarfćrslu sem gengur gegn heilbrigđri skynsemi ţar sem reynt er ađ sannfćra almenning um ađ hvítt sé svart og svart sé hvítt.

„Auknar skuldir - bćtt lánshćfi“ - getur ţađ veriđ?

Af sama meiđi er sú röksemdarfćrsla ađ međ ţví ađ takast á hendur skuldbindingar međ samţykkt samningsins batni lánshćfimat ríkisins og ađgangur ađ erlendum lánamörkuđum opnist. Ađ aukin skuldsetning í erlendri mynt geri ríkissjóđ ađ traustari skuldara og auki áhuga fjárfesta á frekari lánveitingum er svo fjarstćđukenndur málflutningur ađ kalla má móđgun viđ sćmilega skynsamt fólk ađ bera hann á borđ. Ađ vísa til ummćla lánshćfimatsfyrirtćkja, sem skömmu fyrir gjaldţrot bankanna settu ţá í úrvalsflokk skuldara, gerir málflutninginn síst traustari.

Ţótt ţjóđin sé orđin langţreytt á umrćđunni um Icesave og margir vilji heldur eyđa tíma sínum í annađ höfum viđ ekki efni á ţví ađ láta tómlćti ráđa ferđinni. 

 Advice frame

Sveinn Tryggvason

Verkfrćđingur og félagi í ADVICE-hópnum gegn Icesave

www.advice.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband