Skrambinn

Frá því McCain valdi Palin sem varaforsetaefni sitt hafa æði margir lagt nótt við dag við að níða ríkisstjórann í Alaska. Hún trúir of mikið á Guð, á of margar haglabyssur, er of falleg, of hægrisinnuð og margt fleira sem ekki er vinsælt í dag.

Þar sem mér hefur virst skoðanir Palin í flestum (en þó ekki alveg öllum) tilfellum vera þær sömu og mínar var ég að vona að þarna gæti verið á ferðinni sterkur málsvari hægrimanna. Sem bónus myndi hún fara mátulega mikið í taugarnar á fólki sem álítur að konur í pólitík þurfi absolút að vera vinstrisinnaðar - annað sé svik við kvennabaráttuna og konur almennt. 

Nema hvað - ýmislegt bendir til að Palin sé ekki alveg jafn frábær og ég hafði vonað. Að minnsta kosti eru til nokkur klipp úr viðtali Katie Couric við Palin sem gefa til kynna að Palin sé óörugg og ekki sérlega sleip á svelli alþjóðastjórnmála. Hér er eitt þessara myndbrota (uppfært: CBS hlekkurinn virkaði ekki):

Ekki traustvekjandi. Ég er samt ekki búinn að gefa upp alla von :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þig hér aftur á þessu vettvangi félagi bróðir og að lesa ólíkar skoðanir; reyndar hef ég nú fengið bágt fyrir frá félagshyggjuvinum mínum fyrir að vera svolítið hrifin af því að Palin var valin en meira að segja einhleypur maður eins og ég verð að viðurkenna að hún er ekki alveg traust á utanríkissvellinu.

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband