Tryggšir ķ topp

Eftirfarandi grein birtist fyrst į Pressunni 8. aprķl 2011.

- stutt įminning um ašild Icesave aš breskum og hollenskum tryggingarsjóšum -

Ķ umręšunni um Icesave er ein stašreynd sem lķtt hefur veriš rędd. Stašreyndin er sś aš bęši ķ Bretlandi og Hollandi geršist Landsbankinn aukaašili aš žarlendum tryggingarsjóšum žegar Icesave var stofnaš ķ žessum löndum. Žetta var gert ķ žvķ augnamiši aš standa jafnfętis žarlendum bönkum varšandi innlįnstryggingar enda var slķkt augljóslega tališ mikilvęgt ķ markašssetningu į Icesave.

Eins og Ķslendingum er kunnugt um tryggšu bresku og hollensku tryggingarkerfin hęrri upphęš en žęr 20.887 evrur sem getiš er um ķ tilskipun ESB um innistęšutryggingar. Žess vegna geršist Landsbankinn ašili aš breska innlįnstryggingarkerfinu FSCS (Financial Services Compensation Scheme) sem tryggši innlįn upp aš 35.000 pundum og tryggingasjóši Hollenska Sešlabankans (De Nederlansche Bank, DNB) sem tryggši upphęšir aš 38.000 evrum į žeim tķma (tryggingin var sķšar hękkuš upp ķ 100 žśsund evrur annars vegar og 50 žśsund pund hins vegar). Var žetta gert meš svoköllušu "top up" kerfi žar sem Landsbankinn keypti višbótartryggingu af žarlendum innlįnstryggingarsjóšum til aš samanlögš trygging innlįna vęri sambęrileg viš žaš sem žarlendir bankar bjuggu viš.

Af hverju skiptir žetta mįli ķ umręšunni um Icesave? Jś, žaš er vegna žess aš žvķ hefur veriš haldiš fram – af žeim sem hafa viljaš lįta dómstólaleišina lķta śt fyrir aš vera įhęttusamari en hśn er ķ raun – aš Hollendingar og Bretar gętu krafiš ķslensk stjórnvöld um skašabętur vegna innistęšutrygginga umfram lįgmarkstrygginguna.

Langsótt er aš slķk krafa verši sett fram žar sem tilskipunin gerir eingöngu kröfu um aš sett verši upp kerfi ķ hverju landi sem uppfylli kröfur um lįgmarkstryggingu. Žvķ til stušnings hefur m.a. veriš bent į aš įminningarbréf ESA afmarkar meint brot viš lįgmarkstrygginguna.

Til višbótar žessum rökum mį, meš vķsan ķ ofangreinda ašild Landsbankans aš „top-up tryggingum“ ķ Bretlandi og Hollandi, telja mjög fjarstęšukennt aš ķslensk stjórnvöld verši krafin um fjįrhęš umfram žį lįgmarkstryggingu sem ķslenska tryggingarkerfiš byggši į ķ samręmi viš Evróputilskipun um innistęšutryggingar. Žaš helgast af žvķ aš Icesave reikningar Landsbankans voru tryggšir umfram lįgmarkstrygginguna žar sem Landsbankinn hafši keypt sig inn ķ višbótartryggingar ķ žarlendum innistęšutryggingarsjóšum. Žaš er žvķ ljóst aš hollensku og bresku innistęšutryggingarsjóširni bįru įbyrgš į aš tryggja innistęšur umfram lįgmarkstrygginguna. Sś įbyrgš lį ekki hjį hinum ķslenska tryggingarsjóši.

Hér er žvķ enn eitt dęmiš um aš veriš sé aš hrella ķslenskan almenning aš ósekju til aš gangast viš kröfu sem hefur afar veika stoš ķ lögum og reglum. Žaš vita Bretar og Hollendingar. Mikilvęgt er aš Ķslendingar séu einnig mešvitašir um žetta žegar žeir ganga til atkvęšagreišslu 9. aprķl.

Verum óhrędd - verum upplżst - segjum NEI.


« Sķšasta fęrsla

Athugasemdir

1 identicon

Ķ fyrsta lagi, hefur evrópubandalagiš aukiš trygginguna umfram žessa lįgmarksupphęš.  Žetta hefur veriš gert til aš męta žvķ tapi sem varš ... og, er einnig žaš įkvęši sem evrópudómstóllin mun taka tillit til.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skrįš) 10.4.2011 kl. 19:51

2 Smįmynd: Jón Sveinsson

ŽETTA VAR EITT AF ŽVĶ SEM STJÓRNIN VILDI LEYNA ŽJÓŠINNI.

Jón Sveinsson, 10.4.2011 kl. 22:53

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband