Grein mín í Berlingske Tidende - Ført bag lyset

Í byrjun vikunnar fjallaði leiðari danska blaðsins Berlingske Tidende um Icesave. Þar var afstaðan afdráttarlaus sú að Íslendingar ættu að að "taka ábyrgð á krísunni og borga" - veskú! Deginum áður hafði hinn geðþekki Íslandsvinur og utanríkisráðherra Danmerkur til margra ára, Uffe Elleman-Jensen, skrifað á blogg Berlingske að Ísland þyrfti að standa við skuldbindingar sínar - sérstaklega ef landið gerði sér vonir um að vera með í "det europæiske fællesskab" sem er krúttheiti Ellemanns fyrir ESB.

Ofangreind skrif urðu mér tilefni til að skrifa stutta grein í þeim tilgangi að verja málstað Íslendinga í Icesave-málinu út frá þeim rökum sem ég taldi best þótt ríkisstjórn Íslands hafi látið undir höfuð leggjast að kynna sjónarmið Íslands í erlendum fjölmiðlum. Greinina sendi ég til Berlingske Tidende og var hún birt bæði í prent og vefútgáfum blaðsins fimmtudaginn 11. mars 2010 og má nálgast hér.

FoertBagLyset BilledetekstSmall

Þar sem einn kunnasti  fjölmiðlamaður Íslands, Egill Helgason, hafði gert leiðaraskrifum Berlingske góð skil í á bloggsíðu sinni vikunni lét ég Silfur Egils á Eyjunni vita af birtingu greinarinnar. Ég geri fastlega ráð fyrir að Egill fylgi málinu eftir og láti lesendur sína vita af svargrein minni þegar hann hefur tök á...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þótt þú hafir rétt í því að kerfisgalli liggi til grunns hruninu, þá er það æði vafasamt að generalisera Icesave málið og jafnvel þynna málstaðokkar út með því að kenna þessum galla um málið.  Aðdragandinn og eðli málsins er kominn til eftir að blaðran brestur, þar sem með fantabrögðum og þvingunum er reynt að klína þessu ofan í kokið á okkur.  Þar hjálpast að Banksterarnir á wallstreet og City of london með hjálp  AGS og matsfyrirtækjanna.  Málið skal ekki fyrir dóm, hvað sem það kostar og allt er reynt til að koma í veg fyrir lögformlegt ferli.

Hér eigum við praktískt séð ekki í deilum við Hollendinga og Breta sem þjóðir, heldur bákn, sem á sér engan þjóðfána né landamæri.  Sama gildir um AGS, sem ekki er "alþjóðastofnun" í formlegum skilningi heldur klúbbur auðhringa og bankstea, sem miðar ekki að því að bjarga þjóðum, heldur tryggja heimtur sinna umbjóðenda. Svona rétt eins og Parísarklúbburinn. Gengi götustráka fjármálaheimsins. Það er ekkert formlega alþjóðlegt við þetta. 

Parísarklúbburinn og AGS stökkva til, þegar hætta er á hruni vegna hamfara, lengja í snörunni og gera minimal afskriftir til þess eins að tryggja heimtur, svona eins og þeir gerðu í þeim löndum, sem urðu fyrir flóðbylgjunni miklu.  Það var til að tryggja heimtur, sem aftur þýðir lengri og vonlausari ánauð fyrir þjóðirnar undir vaxtaoki, sem neyðir þær til að láta helstu auðlindir af hendi til fjölþóðarisanna. Þetta er spil, sem er leikið meðvitað og "gallar" fjármálakerfisins eru þarna með vilja til að koma slíkum skilyrðum á. Við hvert hrun falla eignir og auðlindir heimsins á færri og færri hendur og til þess er leikurinn gerður.

Kynntu þér Iceave söguna sérstaklega og mataðu ferlið með teskeið ofan í þessa bauna.  Kynntu þér skrif Jóhannesar á Vald.org og settu þig t.d. í samband við Gunnar Tómasson Hagfræðing, sem hefur sett sig velinn í þetta.

Allt tal um "The Fed" og Fractional Reserve kerfið hljómar eins og einhver sensationalismi frá Alex Jones í eyrum manna.  Það system er fyrir hendi og vonlaust að ráðast á það nú og ætla sér að gera það að blóraböggli hér. Það kemur málinu raunar lítið við.  Það er ekki orsök hrunsins heldur eftirmálinn, sem er viðfang í Icesave deilunni. Við erum prófsteinn á hve langt verður hægt að ganga í kúguninni eftir að sviðið er klárt.  Nógu smá tilraunadýr til að valda ekki víðfeðmum skaða, en ómetanleg sem fordæmi fyrir glæponana.  Um það snýst þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 03:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

SkÞú ert undir ahrifum þessarar bókar, sem þú varst að lesa og það skín í gegn. Ég hlakka til að sjá þig taka sértækt á IIcesave, sem fjárkúgunarmáli, þar sem við, hin Íslenska þjóð berum enga ábyrgð, og ekki viðurkennir ríkið þessa ábyrgð. Samt á að borga af því að okkur er hótað dauðanum og djöflinum af AGS og EU. Hótanir, sem þeir þeir geta ekki staðið við ef á reynir, en það hefur ekki þurft hingað til því allir hafa bognað undan þeim áður.

Á Vald.orger ítaleg og sterk heimildarmynd um hrunið í Argentínu og glæpastarfsemi banksteranna og fjölþjóðafyrirtækjanna þar. Líkindin eru óhugnanleg með Íslandi. Nú er fólk meira að segja að heimta erlenda bankastarfsemi hér inn af því að innlendum bönkum er ekki treystandi. Það yrði náðarhöggið eins og reynsla Argentínumanna varð.  Til þess er leikurinn gerður og alltaf er því komið þannig fyrir hjá þessu liði að fólkið hrópi á kúgunina og réttskerðinguna. Lymskulegur leikur.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2010 kl. 04:06

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Sveinn.

Las góða greinina með áhuga. Eins og þú sérð er samúð og skilningur athugasemjenda í DDR-Light ekki neitt sérstaklega fyrirferðamikil. Þegar 75% kjósenda í Danmörku eru á framfærslu hins opinbera, þá er hættan sú að skilningur á sjálfstæðri hugsun án aðstoðar og blástimpils hins opinbera, sé frekar takmarkaður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2010 kl. 06:54

4 identicon

Vel gert hjá þér Sveinn, takk fyrir.

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 07:01

5 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Jón Steinar: Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvernig það á að "þynna málstað okkar" í Icesave málinu að halda því fram með rökum að vandræði Icesave (lausafjárvandi og gjaldþrot) séu fyrst og fremst tilkomin vegna eðligslægra einkenna bankastarfsemi. Gunnar Tómasson er sennilega sá íslenski hagfræðingur sem hefur hvað bestan skilning á þessum málum að mínu viti - enda hefur hann birt skoðanir sínar á vef Mises Stofnunarinnar, sem ég álít býsna gott 'sanity check'.

Gunnar Rögnvaldsson: Mörgum Dönum þykir svona "ultra-liberalistisk" tal hið argasta klám og vilja frekar halla sér upp að hinu altumlykjandi opinbera eftiliti - eftirliti sem hefur sýnt sig að vera mjög slappur stand-in fyrir heilbrigða skynsemi almennings.

Sveinn Tryggvason, 13.3.2010 kl. 10:34

6 identicon

Það eiga fleiri en við, Sveinn, eftir að átta sig á því, að drukknandi manni verður ekki bjargað með því að hella ofan í hann söltum sjó. Aukin lán bæta ekki stöðu þeirra einstaklinga eða þeirra þjóða sem eru skuldum vafin eins og skrattinn skömmunum. Grundvallarsetning hagfræði heimila, fyrirtæka og þjóða er - og hefur verið að eyða ekki meira en þau afla.

Tryggvi Gíslason (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband