Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aldur

Í baráttunni um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er ekki laust við að aldur og reynsla frambjóðenda sé til umræðu. Annars vegar er það McCain (72 ára í ágúst) gamall og stirður reynslubolti og stríðshetja sem teflir sjálfum sér fram sem staðföstum manni sem kjósendur geta treyst og hins vegar Obama (47 ára í ágúst) ungur, ferskur og mælskur maður sem leggur áherslu á að breytinga sé þörf og að hann sé maður breytinga.

Það er því við hæfi að minnast þess þegar aldur Ronald Reagan (svona vil ég hafa eignarfall á erlendum nöfnum - ekkert Ronalds Wilsons Reagans í þessu bloggi) var töluvert mál í kosningabaráttunni 1984 þegar Reagan atti kappi við Walter Mondale um embættið. Svarið sem Reagan gaf stjórnanda í sjónvarpskappræðum við Mondale í klippinu hér að neðan er löngu orðið klassískt:

 

...I want you to know that also I will not make age an issue of this campaign. I am not going to exploit for political purposes my opponent's youth and inexperience.
 Ronald Reagan

Jibjab: Time for some campaignin'

Mjög vandað grín um forsetaslaginn í USA - hallar auðvitað soldið á fermingarbróður minn John McCain en við þolum það. Sveimér ef ég er ekki þarna með í lokin...

Send a JibJab Sendables® eCard Today!

Varúð! Umræða - Global Warming is not a Crisis

Samtökin Intelligence Squared, sem standa fyrir umræðu "í beinni" um ýmis mál, tóku sig til á dögunum og fengu nokkra vandaða menn til að rökræða eftirfarandi staðhæfingu: "Global warming is not a crisis". Að bjóða upp á umræðu um þetta mál telja margir vera fáheyrðan dónaskap enda hefur maður oftsinnis heyrt að nú sé umræðunni lokið um hnattræna hlýnun (tilveru hennar, ástæður og afleiðingar) og komið sé að aðgerðum (sem oftar en ekki fela í sér skattlagningu af einhverju tagi).

Þeir sem töluðu fyrir staðhæfingunni um að hnattræn hlýnun væri ekki krísa voru þeir Michael Crichton, Richard S. Lindzen, Philip Stott á meðan Brenda Ekwurzel, Gavin Schmidt, Richard C.J. Somerville færðu rök gegn staðhæfingunni. Mæli með því að fólk hlusti eða horfi á umræðurnar (sjá neðar í þessari færslu). Athyglisvert er að skoða niðurstöður skoðanakönnunar sem IQ2 birtir á heimasíðu sinni og ég dró saman í eina mynd hér að neðan.

Global Warming is not a crisis

Skoðanakönnunin var framkvæmd bæði fyrir og eftir umræðurnar auk þess sem boðið er upp á að láta skoðun sína í ljós á netinu. Greinilegt að rök Crichton, Lindzen og Stott um að hnattræn hlýnun sé ekki krísa hlutu góðan hljómgrunn enda fjölgar fylgendum staðhæfingarinnar úr tæplega 30% í rúmlega 46%. Reyndar er það eftirtektarvert í raun hve margir voru fylgjandi staðhæfingunni fyrir umræðurnar miðað við hversu rækilega búið er að heilaþvo almenning með hræðsluáróðri um hnattræna hlýnun. Það kann þó að vera að þeir sem á annað borð mæta á fyrilestra sem þessa séu fremur hugsandi efahyggjumenn en gengur og gerist og það skýri þetta háa hlutfall. Ég mæli með að fólk hlusti á rök með og á móti og myndi sér skoðun - umræðunni er vonandi ekki lokið.

Á YouTube er hægt að horfa á umræðuna (í 10 hlutum) hér að neðan en jafnframt er hægt að hlusta á hana á heimasíðu IQ2.




Skynsemi nálægðarinnar

Hér er stutt en skemmtileg færsla á Andríki um Evrópumál sem ágætt er að lesa í rigningunni (gafst upp á garðvinnunni í bili). 

 


Niðursoðin umræða - "Demand Debate"

Ég ætti ef til vil að taka upp léttara hjal en ég rakst á niðursoðna umræðu um hlýnun jarðar - nokkrar mínutur af rökum Al Gore og síðan nokkrar mínútur af rökum nokkurra sérvitringa sem eru annarrar skoðunar. Alveg ágætt. 


Um hlýnun jarðar af manna völdum og CO2

Hér kemur meira skemmtiefni frá mér um hlýnun jarðar. Eftirfarandi myndskeið kom upp í hendurnar á mér frá YouTube. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég þetta myndband, sem fjallar um tölfræði og veðurfar, sem "uppáhalds" (eins undarlegt og það kann að hljóma) á YouTube og í kjölfarið var mér vísað á nokkur önnur myndbönd um svipað efni. 

Hér er á ferðinni Bob Carter prófessor frá James Cook University í Ástralíu. ÞArna fer hann m.a. yfir nokkur vísandaleg rök sem hann líkir við tundurskeyti sem ættu að nægja til að sökkva kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum (e. AWG). Í senn fróðlegt (vísindaleg nálgun á viðfangsefnið), skemmtilegt (skemmtilegur fyrirlesari) og scary (hvað Al Gore og vinir virðast geta teymt okkur út í kostnaðarsamar en tilgangslausar friðþægingaraðgerðir á grundvelli kenningar sem heldur ekki vatni). 

Og svo ein snaggaraleg tilvitnun sem ég rakst á einhversstaðar. 

“Attributing global climate change to human CO2 production is akin to trying to diagnose an automotive problem by ignoring the engine (analogous to the Sun in the climate system) and the transmission (water vapour) and instead focusing entirely, not on one nut on a rear wheel, which would be analogous to total CO2, but on one thread on that nut, which represents the human contribution.”

Dr. Timothy Ball, Chairman of the Natural Resources Stewardship Project (NRSP.com), Former Professor of Climatology, University of Winnipeg.


Bannað að efast

BBC gerði þau "mistök" að birta frétt um að engin hlýnun hefði átt sér stað síðan '98... ...en drógu hana auðvitað til baka af því að hún styður ekki sannleikann. Kannski þess vegna sem þetta er kallað "óþægilegur sannleikur"? 


Óþægileg umræða?

Pínu svekkjandi að missa af Al Gore í morgun - hefði svo sannarlega viljað vera þarna. Hann hlaut mjög mikið lófatak frá áheyrendum eftir góðan fyrirlestur enda bæði sviðsvanur og með þaulæft prógram. Það fór víst aðeins minna fyrir umræðum enda kannski ekki skrýtið að Gore sé ekki mikið fyrir óæfðar spurningar - hvað þá rökræðu um efnisatriði málsins. Ætli það sé ekki bara gamaldags og hálf asnalegt að efast enda ku vera vísindalegur kórsöngur (scientific consensus, svo ég taki nettan Kristján-heiti-ég-Ólafson á þetta) á bak við Gore um þetta.

Reyndar fann breskur dómstóll upp á þeim dónaskap fyrir nokkru að efast um sannleiksgildi myndarinnar An Inconvenient Truth - fann 9 villur. Fussumsvei.  

inconvenientprize9

Og þessi vill meina að villurnar séu 35!

Eru þetta ekki bara allt saman lobbýistar frá olíufélögunum sem reyna að sverta Al Gore með áróðri eins og þessu litla myndskeiði. 


mbl.is Framtíðarlandið fagnar komu Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakst á...

...þetta blogg. Sé ekki betur en að hér sé nokkuð skemmtilegur bloggar sem er skoðanabróðir minn um margt. Þessi alvöru-bróðir minn er hins vegar þeim eiginleika gæddur að vera ósamála mér um flest allt en einmitt þess vegna er svo gaman að rökræða við hann :)

 Best að líta á hvort Hillary Clinton hafi eitthvað merkilegt að segja hjá Jay Leno...

[10 min. síðar]

Neibb. 


Jóker og 'Usual Suspect' í Frelsisverðlaunum SUS

Frelsisverðlaun SUS sem kennd eru við Kjartan Gunnarsson voru afhent í annað sinn í dag í Valhöll. Líkt og í fyrra voru verðlaunin veitt tveimur aðilum. Annars vegar Viðskiptaráði Íslands - og tók Erlendur Hjaltason við verðlaununum f.h þess - og hins vegar Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar.

Þannig má segja að SUS hafi endurtekð leikinn frá í fyrra með að blanda saman "usual suspect" og "jóker" í vali sínu. 

Í fyrra var það Andríki - en óhætt er að mæla með Vef-Þjóðvilja Andríkis sem daglegu lestrarefni fyrir þá sem halda pólitískri geðheilsu - og Andri Snær Magnason sem urðu fyrir valinu. Andríki hefur um árabil verið ein helsta stoð unnenda frelsis og takmarkaðra ríkisafskipta og því tilvalinn kandídat á meðan valið á Andra Snæ kom mörgum á óvart þar sem hann hefur ekki síst sett mark sitt á þjóðfélagsumræðu með skrifum sínum um stjóriðju og virkjunarframkvæmdir og m.a. gagnrýnt Sjálfstæðisflokkin fyrir afstöðu sína og aðgerðir í þeim efnum. Fyrir þá sem hafa lesið Draumalandið eða hlustað á erindi Andra Snæs um hvað Frónbúar geti tekið sér fyrir hendur annað en álbúskap kom tilnefningin til Frelsisverðlaunana e.t.v. ekki á óvart þar sem megininntakið í boðskap Andra Snæs á góða samleið með sjónarmiðum frjálshyggjumanna.

Í ár leikur SUS svipaðan leik. Velur Viðskiptaráð sem unnið hefur ötullega að auknu frjálsræði í viðskiptum á Íslandi í yfir 90 ár og er því vel að verðlaununum komið og Margréti Pálu sem nokkurskonar "jóker". Margrét Pála lýsti því sjálf í skemmtilegri ræðu sinni í Valhöll að fyrir um 20 árum hefði hún ekki beinlýnis átt von á því að standa í þessum sporum: hún sem 'gamall kommi' að taka á móti frelsisverðlaunum í Valhöll!

Það er ljóst að Margrét Pála á Frelsisverðlaunin fyllilega skilið enda hefur henni með frjálsu framtaki tekist að berjast fyrir öðruvísi valkosti í leikskóla og skólastarfi þrátt fyrir mótbyr frá embættismönnum og reglubákni. Þarmeð hefur hún sýnt í verki að ríkið þurfi ekki að vera upphafið og endirinn í skólastarfi og uppeldismálum (ekki fremur en öðrum þáttum samfélagsins).

Uppeldi barna er nefnilega fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og forráðamanna. Vænlegra væri að leyfa  stofnanavæðingu að eiga sinn stað í skáldsögum á borð við "Brave New World" sem víti til varnaðar.


mbl.is Margrét Pála og Viðskiptaráð hljóta frelsisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband