Bannað að efast

BBC gerði þau "mistök" að birta frétt um að engin hlýnun hefði átt sér stað síðan '98... ...en drógu hana auðvitað til baka af því að hún styður ekki sannleikann. Kannski þess vegna sem þetta er kallað "óþægilegur sannleikur"? 


Óþægileg umræða?

Pínu svekkjandi að missa af Al Gore í morgun - hefði svo sannarlega viljað vera þarna. Hann hlaut mjög mikið lófatak frá áheyrendum eftir góðan fyrirlestur enda bæði sviðsvanur og með þaulæft prógram. Það fór víst aðeins minna fyrir umræðum enda kannski ekki skrýtið að Gore sé ekki mikið fyrir óæfðar spurningar - hvað þá rökræðu um efnisatriði málsins. Ætli það sé ekki bara gamaldags og hálf asnalegt að efast enda ku vera vísindalegur kórsöngur (scientific consensus, svo ég taki nettan Kristján-heiti-ég-Ólafson á þetta) á bak við Gore um þetta.

Reyndar fann breskur dómstóll upp á þeim dónaskap fyrir nokkru að efast um sannleiksgildi myndarinnar An Inconvenient Truth - fann 9 villur. Fussumsvei.  

inconvenientprize9

Og þessi vill meina að villurnar séu 35!

Eru þetta ekki bara allt saman lobbýistar frá olíufélögunum sem reyna að sverta Al Gore með áróðri eins og þessu litla myndskeiði. 


mbl.is Framtíðarlandið fagnar komu Gore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakst á...

...þetta blogg. Sé ekki betur en að hér sé nokkuð skemmtilegur bloggar sem er skoðanabróðir minn um margt. Þessi alvöru-bróðir minn er hins vegar þeim eiginleika gæddur að vera ósamála mér um flest allt en einmitt þess vegna er svo gaman að rökræða við hann :)

 Best að líta á hvort Hillary Clinton hafi eitthvað merkilegt að segja hjá Jay Leno...

[10 min. síðar]

Neibb. 


Jóker og 'Usual Suspect' í Frelsisverðlaunum SUS

Frelsisverðlaun SUS sem kennd eru við Kjartan Gunnarsson voru afhent í annað sinn í dag í Valhöll. Líkt og í fyrra voru verðlaunin veitt tveimur aðilum. Annars vegar Viðskiptaráði Íslands - og tók Erlendur Hjaltason við verðlaununum f.h þess - og hins vegar Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar.

Þannig má segja að SUS hafi endurtekð leikinn frá í fyrra með að blanda saman "usual suspect" og "jóker" í vali sínu. 

Í fyrra var það Andríki - en óhætt er að mæla með Vef-Þjóðvilja Andríkis sem daglegu lestrarefni fyrir þá sem halda pólitískri geðheilsu - og Andri Snær Magnason sem urðu fyrir valinu. Andríki hefur um árabil verið ein helsta stoð unnenda frelsis og takmarkaðra ríkisafskipta og því tilvalinn kandídat á meðan valið á Andra Snæ kom mörgum á óvart þar sem hann hefur ekki síst sett mark sitt á þjóðfélagsumræðu með skrifum sínum um stjóriðju og virkjunarframkvæmdir og m.a. gagnrýnt Sjálfstæðisflokkin fyrir afstöðu sína og aðgerðir í þeim efnum. Fyrir þá sem hafa lesið Draumalandið eða hlustað á erindi Andra Snæs um hvað Frónbúar geti tekið sér fyrir hendur annað en álbúskap kom tilnefningin til Frelsisverðlaunana e.t.v. ekki á óvart þar sem megininntakið í boðskap Andra Snæs á góða samleið með sjónarmiðum frjálshyggjumanna.

Í ár leikur SUS svipaðan leik. Velur Viðskiptaráð sem unnið hefur ötullega að auknu frjálsræði í viðskiptum á Íslandi í yfir 90 ár og er því vel að verðlaununum komið og Margréti Pálu sem nokkurskonar "jóker". Margrét Pála lýsti því sjálf í skemmtilegri ræðu sinni í Valhöll að fyrir um 20 árum hefði hún ekki beinlýnis átt von á því að standa í þessum sporum: hún sem 'gamall kommi' að taka á móti frelsisverðlaunum í Valhöll!

Það er ljóst að Margrét Pála á Frelsisverðlaunin fyllilega skilið enda hefur henni með frjálsu framtaki tekist að berjast fyrir öðruvísi valkosti í leikskóla og skólastarfi þrátt fyrir mótbyr frá embættismönnum og reglubákni. Þarmeð hefur hún sýnt í verki að ríkið þurfi ekki að vera upphafið og endirinn í skólastarfi og uppeldismálum (ekki fremur en öðrum þáttum samfélagsins).

Uppeldi barna er nefnilega fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og forráðamanna. Vænlegra væri að leyfa  stofnanavæðingu að eiga sinn stað í skáldsögum á borð við "Brave New World" sem víti til varnaðar.


mbl.is Margrét Pála og Viðskiptaráð hljóta frelsisverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Geir og smá Milton

Horfði á Kastljós frá í gær (1. apríl) nú í kvöld. Þar sat Geir Haarde fyrir svörum hjá Sigmari sem var á köflum nokkuð aðgangsharður án þess þó að fara yfir strikið. Umræðuefnið var efnahagsmál, meint aðgerðarleysi rikisstjórnarinnar og fleira því tengt. Ekki er hægt að segja annað en að forsætisráherra hafi staðið sig vel enda fáir stjórnarliðar sem þekkja betur til efnahagsmála og fylgjast jafn vel með þróun mála á fjármálamörkuðum og Geir. Gott var að sjá Geir er bjartsýnn þrátt fyrir allt - enda er bjartsýni og trú á því að geta ráðið fram úr vandanum (hver sem vandinn kann að vera) forsenda og í raun fyrsta skrefið í því að ráða fram úr vandanum.

Eitt mætti forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands þó velta fyrir sér þessa dagana sem heldur lítið hefur farið fyrir. Það eru ríkisútgjöld og þörfin fyrir að halda þeim í skefjum. Ágætt ráð til þess er að draga úr tekjum ríkisins með skattalækkunum hvort sem er á eldsneyti, launatekjur eða annað. Það er nefnilega ólíklegt að velviljaðir stjórnmálamenn í samvinnu við aðgangsharða sérhagsmunahópa dragi mikið úr kröfum sínum um fjárframlög úr ríkissjóði á meðan sá ágæti sjóður stækkar í takt við almennar verðlagshækkanir. Við hefðum kannski gott af smá hallarekstri á ríkissjóði til að minna fjárhirða þess á aðgæslu og aðhald.

Best að enda þetta á gömlu klippi en samt sígildum boðskap frá Milton Friedman

 


Gott gabb: Bíll til sölu

Dætur mínar gerðu nokkuð gott gabb í mér í gær (1. apríl). Ég þurfti allavega að "hlaupa" fram fyrir bílinn og skoða hvað þetta væri... ...mjög vandað :)

Aprílgabb Arnheiðar og Brynju

Fitna: Ógeðfelld mynd, þarft innlegg

Nú hefur kóran-krítíska stuttmyndin Fitna verið fjarlægð af vefsæðinu LifeLeak eftir að starfsmönnum þess hafði borist alvarlegar hótanir (sbr. frétt JP og frétt MBL). Ekki laust við að þessi atburðarás renni stoðum undir þá staðhæfingu sem myndin felur í sér að Islam og Kóranin boði ofbeldi og "terror". Enn er þó hægt að sjá myndina á YouTube (á fleiri en einum stað raunar).

Þótt Fitna sé í sjálfu sér ekkert meistaraverk í kvikimyndagerð (í raun lítið annað en áróðursmyndband þar sem einu sjónarmiði er haldið á lofti) er hún að vissu leyti þarft innlegg í umræðuna um árekstur Islam við vestræn gildi. Sú umræða einkennist nefnilega enn oft af hræðslu við að ræða tiltekna þætti sem sjálfsagt væri að taka inn í umræðuna - til að mynda spurningum um það hvort Íslam boði ofbeldi gagnvart "vantrúuðum", konum, samkynhneigðum, gyðingum eða öðrum og hvort vesturlöndum og vestrænum gildum stafi hætta af þeim múslímum sem fylgja slíku boði (sé það til staðar).

Það er því miður ekki að ástæðulausu sem slíkar spurningar skjóta upp kollinum. Oftsinnis höfum við séð hryðjuverkamenn réttlæta óhæfuverk sín með beinum tilvitnunum í Kóraninn eða með vísan í gjörðir Múhameðs spámanns sem í lifanda lífi gekk bókstaflega milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum. Í því samhengi er rökrétt og málefnalegt að velta upp hvert innihald Islam sé og hvort það kunni að skýra ástandið. Það er því billegt að afgreiða þess háttar inlegg sem Fitna er sem "islamofóbíu" og beinlýnis skaðlegt fyrir umræðuna að gera málefnaleg sjónarmið að tabú eins og bæði íslamistar og naívistar reyna að gera.

Nú er Fitna kannski ekki sérlega sófistikeruð framsetning. Ayaan Hirsi Ali tekst til að mynda mun betur til í bók sinni, Frjáls, að koma á framfæri svipuðum boðskap og Fitna. Hversu ógeðfelld sem myndin kann að þykja á boðskaður hennar erindi við okkur. 


Horft jákvæðum augum á heiminn

Eins og mbl.is greindi frá nú i kvöld var stuttmyndin Fitna gerð opinber í dag á vefsvæðinu LifeLeak. Nú er æði margt sem hægt er að segja um þessa mynd en ekki síður um viðbrögðin sem hún hefur vakið - ótti og taugaveiklun, ritskoðun og fleira.

Áður en ég geri tilraun til að skrifa nokkuð um þessa mynd væri ekki úr vegi að benda á stutt myndband af YouTube þar sem ungur og ágætlega máli farinn maður gerir tilraun til að horfa björtum augum á framtíðina og á það sem sameinanar fremur en það sem sundrar fólki. Það er óneitanlega upplífgandi að sjá þarna jákvæða, friðsamlega og kærleiksfulla túlkun á Islam sem þessi maður virðist tileinka sér.


mbl.is Umdeild kvikmynd á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ayaan Hirsi Ali ræðir um forsendur framfara

Einhvern rigningardaginn ætla ég mér að skrifa færslu um Ayaan Hirsi Ali enda held ég mikið uppá þá merku og hugrökku konu. Þangað til læt ég nægja að benda á stuttan fyrirlestur sem Ayaan hélt fyrir samtök trúleysingja í Washington borg. Þótt ég sé sjálfur ekki trúleysingi get ég vel tekið undir niðurstöðu Ayaan um að skynsemi, rökhyggja og ekki síst frelsi sé forsenda framfara og að trúarbögð og siðir sem svipta enstaklinga frelsi séu andstæð þeim grunngildum sem vestræn menning og velmegun byggir á og því sé nauðsynlegt að sporna gegn framgangi slíkra trúarbragða.

Í myndskeiðinu hér að neðan fer Ayaan í stuttu máli yfir lífsferil sinn sem mótað hefur hana og skoðanir hennar. Ég mæli reyndar með lestri ævisögu hennar, Frjáls (e. Infidel), sem er mjög áhrifamikil lesning. 

  


Það læra börnin...

... sem fyrir þeim er haft.

Í grein í hinum "alræmda" Jótlandspósti í dag er sagt frá því að í sjónvarpsþætti fyrir börn á einni sjónvarpsstöð Hamas hafi danska skopmyndateiknaranum Kurt Westergaard verið hótað lífláti! Gefur ekki beinlýnis fyrirheit um að komandi kynslóð muni geta borið klæði á vopnin.

Skyldi verða sagt frá þessu í íslenskum fjölmiðlum? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband