Ayaan Hirsi Ali ræðir um forsendur framfara

Einhvern rigningardaginn ætla ég mér að skrifa færslu um Ayaan Hirsi Ali enda held ég mikið uppá þá merku og hugrökku konu. Þangað til læt ég nægja að benda á stuttan fyrirlestur sem Ayaan hélt fyrir samtök trúleysingja í Washington borg. Þótt ég sé sjálfur ekki trúleysingi get ég vel tekið undir niðurstöðu Ayaan um að skynsemi, rökhyggja og ekki síst frelsi sé forsenda framfara og að trúarbögð og siðir sem svipta enstaklinga frelsi séu andstæð þeim grunngildum sem vestræn menning og velmegun byggir á og því sé nauðsynlegt að sporna gegn framgangi slíkra trúarbragða.

Í myndskeiðinu hér að neðan fer Ayaan í stuttu máli yfir lífsferil sinn sem mótað hefur hana og skoðanir hennar. Ég mæli reyndar með lestri ævisögu hennar, Frjáls (e. Infidel), sem er mjög áhrifamikil lesning. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband