Góður Geir og smá Milton

Horfði á Kastljós frá í gær (1. apríl) nú í kvöld. Þar sat Geir Haarde fyrir svörum hjá Sigmari sem var á köflum nokkuð aðgangsharður án þess þó að fara yfir strikið. Umræðuefnið var efnahagsmál, meint aðgerðarleysi rikisstjórnarinnar og fleira því tengt. Ekki er hægt að segja annað en að forsætisráherra hafi staðið sig vel enda fáir stjórnarliðar sem þekkja betur til efnahagsmála og fylgjast jafn vel með þróun mála á fjármálamörkuðum og Geir. Gott var að sjá Geir er bjartsýnn þrátt fyrir allt - enda er bjartsýni og trú á því að geta ráðið fram úr vandanum (hver sem vandinn kann að vera) forsenda og í raun fyrsta skrefið í því að ráða fram úr vandanum.

Eitt mætti forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands þó velta fyrir sér þessa dagana sem heldur lítið hefur farið fyrir. Það eru ríkisútgjöld og þörfin fyrir að halda þeim í skefjum. Ágætt ráð til þess er að draga úr tekjum ríkisins með skattalækkunum hvort sem er á eldsneyti, launatekjur eða annað. Það er nefnilega ólíklegt að velviljaðir stjórnmálamenn í samvinnu við aðgangsharða sérhagsmunahópa dragi mikið úr kröfum sínum um fjárframlög úr ríkissjóði á meðan sá ágæti sjóður stækkar í takt við almennar verðlagshækkanir. Við hefðum kannski gott af smá hallarekstri á ríkissjóði til að minna fjárhirða þess á aðgæslu og aðhald.

Best að enda þetta á gömlu klippi en samt sígildum boðskap frá Milton Friedman

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband