Lýðræði - skrifræði - alræði

Ég held að við getum fastlega búist við því að Írar fái að kjósa um þetta þangað til þeir kjósa "rétt" - þ.e. segi já við endanlegu fullveldisframsali í hendur Brussel.

Eins og Hjörtur J Guðmundsson greinir frá í þessari færslu hefur Vaclav Klaus fengið að finna fyrir innilegri lýðræðisást þeirra sem stjórna Evrópusambandinu í raun þegar þeir heimsóttu hann í forsetahöllinni á dögunum. Klaus hefur greinilega ofboðið yfirgangurinn þegar hann beinir eftirfarandi orðum til gesta sinna:

Ég vil þakka ykkur fyrir þá reynslu sem ég hef aflað mér af þessum fundi. Ég hélt að svona lagað væri ekki mögulegt og hef ekki ekki upplifað nokkuð þessu líkt síðastliðin 19 ár. Ég hélt að svona lagað tilheyrði fortíðinni þar sem við búum nú við lýðræði, en lýðræðið hefur runnið sitt skeið á enda í stjórnun Evrópusambandsins.

...

Hvað Lissabon-sáttmálann varðar þá langar mig að minna á að hann hefur ekki heldur verið staðfestur í Þýzkalandi. Stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem er í öllum grundvallaratriðum hin sama og Lissabon-sáttmálinn, var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í tveimur löndum. Ef herra Crowley vill tala um móðgun við írsku þjóðina þá verð ég að segja að stærsta móðgunin við hana er að samþykkja ekki niðurstöður írska þjóðaratkvæðisins. Á Írlandi hitti ég mann sem er fulltrúi meirihlutans í heimalandi sínu. Þú, herra Crowley, ert fulltrúi sjónarmiðs sem er í minnihluta á Írlandi. Það er óumdeilt niðurstaða þjóðaratkvæðisins.

Vil hvetja (báða) lesendur þessa bloggs til að kynna sér blogg Hjartar

Ætli sé ekki best að ljúka þessu með mynd af einu af mörgum málverkum sem gerð hafa verið um goðsögnina um nauðgun Evrópu.

 abduction

 


mbl.is Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þetta er ótrúlegt, en engu að síður satt.  Ég er á móti því að ganga í ESB, en líklega er það samband komið langt með að þvinga okkur í það.  Því miður.

Hvað er annars að frétta af Símamönnum?

Kv. SV

Sigurjón, 11.12.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Gaman að sjá þig hér, Sigurjón. Já, það er vont ef á að þvinga okkur í ESB. Mér sýnist þó meira verið að lokka Íslendinga með fagurgala um betri tíð og lýðræðisást sem ég er hræddur um að sé djupt á í ESB. Amk. er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvernig þetta apparat virkar...

Símamenn í þokkalegu stuði miðað vil það sem á undan er gengið. 

Sveinn Tryggvason, 11.12.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband