Framburði breytt eða rangt haft eftir

Í Kastljósi í gærkvöldi var því haldið fram að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefði ekki haft vitneskju um að endurskoðunarfyrirtækið KPMG kæmi að rannsókn á Glitni. Þetta kom fram í inngangi Þórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóssins og einnig í innslagi Þóru Tómasdóttur auk þess sem Lúðvík Bergvinsson, þingmaður og samflokksmaður viðskiptaráðherra lýsti því yfir að hann tryði því að viðskiptaráðherra hefði ekki haft þessa vitneskju. 

MBL hafði einnig eftir viðskiptaráðherra að hann "vissi ekki fyrr en í gær [mánudaginn 8. desember] að fyrirtækið KPMG hefði verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis". Óhætt er að segja að þetta hafi vakið undrun og reiði margra.

 Björgvin vissi...

Í síðari frétt á MBL var því haldið fram að viðskiptaráðherra hefði reyndar vitað af því að það væri einmitt KPMG sem hefði verið fengið til þess að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis en að hann hefði ekki frétt fyrr en nýlega að um hagsmunaárekstra væri að ræða.

Bjögvin vissi ekki...

Miðað við þetta kemur aðeins tvennt til greina: 

Annað hvort hefur Kastljós fengið málið fullkomlega "galt i halsen" og hermir ranglega eftir viðskiptaráðherra í umfjöllun sinni á þriðjudagskvöldið. Viðskiptaráðherra getur þá í versta falli verið sakaður um að koma af fjöllum og vita ekki hvað er að gerast í því umhverfi sem hann ætti að vera vel heima í. Kastljós og Þórhallur Gunnarsson (sem ábyrgðarmaður) ættu þá að minnsta kosti að gera grein fyrir þessum mistökum, leiðrétta þau og jafnvel biðjast afsökunar.

Hinn möguleikinn er auðvitað sá að Kastjós hafi haft rétt eftir viðskiptaráðherra sem síðan hafi ákveðið að breyta framburði sínum til að líta ekki alveg jafn illa út og vonast nú eftir því að fjölmiðlar fylgi málinu ekki eftir.

Í báðum tilfellum ætti Kastjós, og aðrir fjölmiðlar sem reyna að stunda annað en grímulausa hagsmunagæslu fyrir eigendur sína, að fylgja málinu eftir.


mbl.is Björgvin vissi af rannsókn KPMG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband