9.12.2008 | 01:16
Beilátið mikla
Þegar mesta æðið rennur af þeim sem telja mannfórnir, upplausn þings og afsal fullveldis vera vænlega lausn á efnahagsvanda Íslands kemur væntanlega að því að ræða þurfi málefnalega um þá eðlislægu galla sem margt bendir til að séu á núverandi "kerfi" peningamála, efnahagsstjórnunar og lýðræðis.
Í Bandaríkjunum eru menn þessa dagana að setja ný met í fjáraustri enda virðast sumir í alvörunni trúa því að lausnin á kredit-bólunni sé enn meira kredit! Nokkurskonar "fightin' fire with fire" eins og Talking Heads sungu um í Burning Down the House.
Ég hef miklar efasemdir um að ráðlegt og mögulegt sé að vinna gegn offramboði á peningum (og tilheyrandi lánaflóði til og yfirverði á eignum) með enn meira framboði á peningum. Ron Paul er einn af fáum pólitíkusum í USA sem gerir athugasemd við þetta töfrabragð:
The updated total bailout commitments add up to over $8 trillion now. This translates into a monetary base increase of 75 percent over the last two months. This money does not come from some rainy day fund tucked away in the budget somewhere it is created from thin air, and devalues every dollar in circulation. Dumping money on an economy, as they have been doing, is not the same as dumping wealth. In fact, it has quite the opposite effect.
Taumlaus peningaprentun fer reyndar fram víðar en í Bandaríkjunum þessa dagana. Í Bretlandi er pakkinn upp á litlar 500 milljarða punda. Hver skyldi nú fá heiðurinn af því að borga það?
Vonandi er vandamálið ekki of stórt og of augljóst til að fólk komi auga á það.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 23:50 | Facebook
Athugasemdir
Líklega stafar núverandi kreppa af peningaprentun seðlabankanna. Alla seðlabanka ætti að leggja niður, svo að spilltir stjórnmálamenn geti ekki prentað peninga umfram raunveruleg verðmæti.
Fyrir okkur Íslendinga er bara ein leið til að ná stöðugleika í efnahagsmálum. Það er að taka upp Íslendskan Dollar með Myntráði.
Hér má lesa um hvernig það er gert:
http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.