Ayn Rand með orð í tíma töluð (1959)

Þessa dagana er ég að lesa bókina The Fountainhead, eftir bandaríska rithöfundinn Ayn Rand. Nú á tímum  efnahagslegs hruns og undarlegheita af ýmsum gerðum er lag að synda aðeins á móti straumnum (sem þessa dagana virðist bera okkur í áttina að enn flóknara regluverki og ríkisafskiptum) og rifja upp hvað Ayn Rand hafði um málið að segja:

A free economy will not break down. All depressions are caused by government interference. And the cure is always offered, so far, to take more of the poisons that caused the disaster. 

Þessi orð lét Ayn Rand falla í viðtali við Mike Wallace á CBS árið 1959. Ayn Rand, sem var rússneskur innflytjandi, er þarna í sínu fyrsta viðtali. Ekki mjög "slick", með sterkan rússneskan hreim og skakkar tennur (kæmist ekki hálfa leið í forkosningum í dag). En hugsunin er skörp og boðskapurinn klassískur og á einkar vel við í dag sem mótvægi við það meðal sem verið er að gefa sárlösnum efnahagskerfum heimsins - ómælt magn af nýprentuðum peningum úr seðlabönkum heimsins á kostnað almennings - það er einmitt sama meðalið og olli hruninu!

Hér að neðan er brot úr ofangreindu viðtali. (Tilvitnunin hér að ofan er ca. 5 min. inn í klippinu.)  



Takið eftir sígarettureyknum frá eitursvölum Mike Wallace og litlu handtöskunni við hlið Ayn Rand. Ekki alveg eins og maður á að venjast í sjónvarpi í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband