Líf í skugga RUV

Það var fróðlegt viðtalið sem Sölvi Tryggvason tók við Sigríði Margréti Oddsdóttur, sjónvarpsstjóra Skjásins, og Pál Magnússon, útvarpsstjóra um þá gagnrýni sem fram hefur komið á stefnu stjórnvalda um að RUV skuli heimilt að afla tekna með sölu auglýsinga. Nú má vera flestum ljóst sem á annað borð horfa á sjónvarp að RUV hefur á síðustu mánuðum og misserum fært sig upp á skaftið hvað varðar auglýsingar í sjónvarpi. Kastljós hefur um nokkurt skeið verið brotið upp með auglýsingahléum og nýlega voru stuttir skemmtiþættir á borð við Útsvar og Gott kvöld bútaðir í sundur til að koma fyrir girnilegum auglýsinga-slottum.

Picture 1Nú er það ekki óskynsamleg ráðstöfun fyrir sjónvarpsstöð sem aflar tekna með auglýsingasölu að haga dagskrá og uppbyggingu sjónvarpsþátta þannig að hámarka megi auglýsingatekjur - ekkert athugavert við það og starfsfólk RUV er að gera fína hluti hvað það varðar. Hins vegar er hin hliðin á þessum peningi sú að með þessu er RUV að ganga miklu mun lengra en aðrar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar sem ætlað er að starfa í almannaþágu (e. public service). Í nágrannalöndum okkar tíðkast það ekki að ríkisreknu stöðvarnar (BBC, DR, SVT, NRK o.fl.) séu á auglýsingamarkaði og alls ekki með auglýsingahléum inní fréttaþáttum og innlendum skemmtiþáttum eins og RUV gerir í dag.

Fyrir utan hvað "auglýsingamennska" RUV dregur úr því almannaþjónustuhlutverki sem er í raun tilvistarréttlæting stofnunarinnar má vera ljóst að einkareknar sjónvarpsstöðvar eiga mjög erfitt með að lifa og vaxa í skugga ríkisfjölmiðils sem starfar með þessum hætti. Fréttir gærdagsins af uppsögnum á einkareknu ljósvakamiðlunum ættu að vekja stjórnvöld til umhugsunar um þessi mál.

Ég myndi fyrir mitt leyti sakna Dr. House og ég veit að tengdó myndi sakna Survivor. Fólk hlýtur að geta orðið sammála um að það sé varla hlutverk ríkisstofnunar að bera á borð þess háttar léttmeti.

70_land3_huge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband