Ron Paul og gullfóturinn

Nú eru örfáir dagar í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Eins og oft áður hafa önnur baráttumál þurft að víkja fyrir efnahagsmálum sem megin málefni kosninganna. Efnahagsmál hafa þó aldrei verið jafn krítisk og þau eru einmitt núna - fyrir BNA og heiminn allan. Mikið er ritað og rætt um að hið efnahagslega hrun sem nú blasir við (eða er í gangi) sé áfellisdómur og jafnvel dauðadómur yfir kapítalismanum og frjálshyggjunni (og "nýfrjálshyggjunni" sem ég veit reyndar ekki hvað er) eins og margir vilja meina.

Nú liggur það í augum uppi eitthvað verulega mikið er í ólagi þegar fjármálakerfi heimsins er að hruni komið. Það er því eðlilegt og nauðsynlegt að endurskoða allt og vera tilbúinn til að breyta því sem breyta þarf til að koma hlutunum á réttan kjöl á ný. Það þurfa hægrimenn vissulega að vera tilbúnir að gera. Vil aftur benda á Christ Martenson fyrir þá sem nenna að skoða vel rökstudda  skoðun um hvað sé að .

10USDollarsEinn af megingöllum kerfisins er að  seðlabankar hafa í dag (eftir að gullfóturinn var endanlega afnuminn) engar takmarkanir á sér hvað varðar seðlaprentun og eins og dæmin sýna eru ríksistjórnir mjög viljugar til að ausa peningum út í hagkerfið og þannig gjaldfella alla peninga sem fyrir eru í kerfinu.

Þessi veigamikli þáttur vestrænna hagkerfa er mjög langt frá því að vera hugarfóstur frjálshyggjunnar enda hafa menn eins og Ludwig von Mises og aðrir hagfræðingar af austuríska skólanum bent á að peningar verði til (eða ættu að verða til) á markaðnum - en ekki í ríkisstofnunum með seðlaprentun án tengsla við raunverulega verðmætasköpun (e. fiat currency).

Sound money still means today what it meant in the nineteenth century: the gold standard.

Ludwig von Mises

Einn af þeim örfáu stjórmálamönnum sem setur þessi málefni á oddinn í sínu málflutningi er Ron Paul, sem bauð sig fram sem forsetaefni repúblikana. Málefnið er allt annað en einfalt og málflutningur Ron Paul þykir jafnvel leiðinlegur enda býður hann ekki upp á mannfórnir (eins og er í tísku á Íslandi í dag) né fagurgala (eins og Bandaríkjamenn ætla að kjósa yfir sig eftir örfáa daga). Myndbandið hér að neðan er útvarpsviðtal (já ég veit, ekki mjög sexý - en innihaldið er gott) við Ron Paul. Viðtalið gefur einhverja innsýn inní málflutning frjálshyggjumanna um þessi málefni...

Hér er svo samantekt þar sem því er haldið fram að að enfahagslegt hrun BNA sé framundan þar sem Ron Paul kemur líka við sögu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það var mikil synd að Ron Paul skyldi ekki ákveða að koma með sérframboð eftir að hafa tapað í forkosningunum, hefði gert allar umræður áhugaverðari þar sem hann talar óvenju tæpitungulaust og hefði hrist aðeins upp í leiðinlegum kappræðum Obama og MacCain, komið með áhugaverða vinkla. Hann er samt búinn að vekja marga til umhugsunar um það hversu afleit stefna bandaríkjanna er í mörgum málum, bæði peningastjórnuninni og yfirgangi um allan heim sem gerir Bandaríkin afar óvinsæl og ala á hatri á þeim vegna purkunarlauss yfirgangs og hagsmunagæslu. Frægt er hvernig CIA hefur hagað sér t.d í Rómönsku Ameríku í langan tíma, mál sem illa þola dagsljósið. http://killjoker.blog.is/blog/georg_petur/entry/699581/

Georg P Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband