19.11.2008 | 17:28
Absúrd Brown og Gimsteinn Medínu
Skömmu áður en stórmennið og forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, setti nokkra stórhættulega íslenska aðila á lista yfir hryðjuverkasamtök sendi hann múslímum í Kúvæt kveðju í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslíma. Eins og höfundar myndbandsins hér að neðan (frá Council of Ex-Muslims of Britain
http://www.ex-muslim.org.uk) færa rök fyrir er kveðja Brown gagnrýniverð í sjálfu sér, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Sett í samhengi við aðgerðir forsætisráðherrans gagnvart Íslendingum er kveðja Gordon Brown absúrd!
Í myndbandinu er það nefnt í framhjáhlaupi að útgáfufyrirtækið Random House hafi nýlega þurft að hætta við útgáfu skáldsögunnar The Jewel of Medina eftir Sherry Jones, af hræðslu við að bókin, sem fjallar um barnunga eiginkonu Múhameðs spámanns, kynni að verða kveikja að ofbeldisverkum múslíma.
Það minnti mig á að í dag var frá því greint í fjölmiðlum að Auður Jónsdóttir, rithöfundur og skólasystir mín úr MA, hefði gert stóran útgáfusamning við Random House í Þýskalandi. Auður þarf þá bara að passa sig á því að velja ekki röng viðfangsefni í bókum sínum ef hún gerir sér von um að fá þær útgefnar hjá forlaginu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Mikilvæg skilaboð.
Jakob (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:50
Brown er svín, er ég ómálefnalega, jæja það verður þá bara að hafa það, en ég á bágt með að líta á þann mann með örðu en viðbjóði í hjarta mínu, og þar gerir mig reiða. Sem er vitanlega ekki gott fyrir sálina.
m.é.m, frábært hjá þér að birta þetta.
kv.
Linda.
Linda, 20.11.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.