29.9.2008 | 21:01
Quoted out of context
Ekki er öll vitleysan eins. Nú er það ekki sérlega fréttnæmt - allra síst í dag - að einhver bloggari sé með skæting. Ekki ætla ég heldur að elta ólar við alla þá sem eru mér ósammála - enda er ég sennilega í miklum minnihluta þar sem ég a) hef efasemdir um hnattræna hlýnun af manna völdum, b) hef dálæti á Ronald Reagan og, c) er andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Sennilega lítið sniðmengi þar á ferð :)
Málið er að við Friedrich Hayek lentum í því fyrir nokkrum dögum að vera alveg svakalega misskildir af þessum áhugamanni um málefni líðandi stundar. Í eftirskrift í frekar fúlli athugasemd við ágæta færslu á Hægrisveiflunni skrifar áugamaðurinn eftirfarandi:
Þarna virðist vilji áhugamannsins til að koma einhverskonar höggi á mig bera skynsemina ofurliði. Er hann sennilega að vísa í varnaðarorð Hayek um að þeir sem aðhyllist jöfnuð séu í raun óhjákvæmilega að kalla yfir sig alræði, en þessi orð Hayek hef ég notað hér á þessari síðu.
A claim for equality of material position can be met only by a government with totalitarian powers.
Áhugamaðurinn snýr þessum orðum alveg á haus og gerir mér upp þá skoðun að best sé að tryggja jafnrétti með alræði. Greinilega ekki bara Davíð sem þarf að búa við þetta - líka við Hayek. Eigum við ekki að vona að það sé tákn um eitthvað frábært að lenda í svona löguðu - eins og Prefab Sprout söng eitt sinn:
We were songbirds, we were Greek Gods
We were singled out by fate
We were quoted out of context - it was great/we were great
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.