Horft jákvæðum augum á heiminn

Eins og mbl.is greindi frá nú i kvöld var stuttmyndin Fitna gerð opinber í dag á vefsvæðinu LifeLeak. Nú er æði margt sem hægt er að segja um þessa mynd en ekki síður um viðbrögðin sem hún hefur vakið - ótti og taugaveiklun, ritskoðun og fleira.

Áður en ég geri tilraun til að skrifa nokkuð um þessa mynd væri ekki úr vegi að benda á stutt myndband af YouTube þar sem ungur og ágætlega máli farinn maður gerir tilraun til að horfa björtum augum á framtíðina og á það sem sameinanar fremur en það sem sundrar fólki. Það er óneitanlega upplífgandi að sjá þarna jákvæða, friðsamlega og kærleiksfulla túlkun á Islam sem þessi maður virðist tileinka sér.


mbl.is Umdeild kvikmynd á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband