Að standa fyrir eitthvað

Bush er semsagt fyrsti forseti USA til að hitta Dalai Lama opinberlega! Það væri nú óskandi að fjölmiðlar tækju sér hlé á því að gera grín að þessum manni (þ.e. Bush, man ekki til þess að mikið hafi verið gert grín að Lama) og veltu því fyrir sér hvort hugsanlega gæti þarna verið á ferðinni forseti sem fylgir sannfæringu sinni jafnvel þótt það sé óvinsælt. Flestallir þjóðarleiðtogar (þ.m.t. okkar ÓRG) pakka nefnilega gjarnan prinsippum og fagurgala um mannréttindi niður í aðrar töskur en þær sem farið er með í heimsókn til Kínverja. Þess vegna er þessi virðingarvottur Bush við Dalai Lama þeim mun kærkomnari.

Að berjast fyrir frelsi er nefnilega nokkuð sem stundum krefst fórna og enda þótt Bush hafi oft verið legið á hálsi fyrir að vera ofstækismaður í trúmálum er varla hægt að bera á móti því að þarna er Bush að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttu Tíbet gegn ofbeldi og oki Kínverja sem ekki síst beinist gegn trúarbrögðum Tíbetbúa.

Annar forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, var á sínum tíma ekki álitinn mjög sófistíkeraður af elítumönnum og var gert óspart grín að frösum hans og meintri einfeldni. Sagan hefur hins vegar sýnt að Reagan var enginn fáráður og þótt Bush sé ekki Reagan tel ég ekki ólíklegt að harður dómur samtímans eigi eftir að breytast nokkuð þegar  fram líða stundir.

 


mbl.is Bush fundaði með Dalai Lama þrátt fyrir hörð mótmæli kínverskra yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Sveinn. - Og skemmtilega glöggt er mottóið þitt í þversögn sinni: "A claim for equality of material position can be met only by a government with totalitarian powers."

Jón Valur Jensson, 17.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband