Ronda Byrne og The Secret fá friðarverðlaun Nóbels

Fyrirvari: Fyrirsögin hér að ofan er ekki sönn... ...ekki enn að minnsta kosti.

-----------------------------------------------------------------

Eftir að hafa reynt í nokkra daga að tegra þá staðreynd að Al Gore skuli hafa verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels hef ég loks áttað mig á því hvernig er í pottinn búið.

Hressu krakkarnir í norsku Nóbelsverðlaunanefndinni eru í raun listamenn sem eru í þann mund að fremja pólitískan gjörning - nokkurs konar "finnið fimm villur" - þar sem venjulegu fólki gefst tækifæri til að sjá í gegnum pólitískan rétttrúnað, félagsleg afstæðishyggju eða hvað við kjósum að kalla það þegar einföldum lögmálum um rétt og rangt er snúð á hvolf í froðukenndu bulli.

Gjörningurinn felst í því að Nóbelsverðlaunanefndin verðlaunar góða og heiðarlega einstaklinga eða samtök sem sannarlega hafa skarað framúr í barráttu fyrir friði í heiminum en smyglar svo inn á milli bull tilnefningum sem fyrst og fremst haf það gildi að athuga hvort fólk átti sig á fáránleikanum sem þær bera með sér.

Maður hefði sjálfsagt átt að fatta að hér væri á ferð einhverskonar "social experiment " eða bara grín þegar leiðtogi hryðjuverkasamtakanna PLO, Yasser Arafat, hlaut tilnefningu árið 1994. 

Nýjasta "litmus testið" er augljóslega tilnefning Albert Arnold Gore Jr. (oftast kallaður Al Gore) sem undanafarin misseri hefur ekki einasta nýtt sér Internetið (sem á íslensku ætti að kalla Al-netið af augljósum ástæðum) til að breiða út boðskap sinn heldur hefur hann lagt á sig þrotlaus ferðalög um allan heim í þröngum og hávaðasömum einkaþotum í óeigingjarnri baráttu fyrir áframhaldandi lífi hér á jörð.

Einn góðan verðurdag - helst hlýjan og sólríkan - tek ég mig til og skrifa nokkur orð um það sem mér finnst um hnattræna hlýnun af mannavöldum en þangað til læt eg mér nægja að benda á þetta og kannski þetta.

Ætli það komi ekki að því að Ronda Byrne og hinir nýaldar-efnishyggju-bullararnir á bak við The Secret verði tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels en það munu sennilega ekki margir kippa sér upp við það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband