Ekki meir, ekki meir

Ekki laust við það að fólk spyrji sig hvenær holan sé orðin nægilega djúp til að þessi ágæti maður hætti að grafa.

Spurning hvort einhver svör í þessum harmleik sé að finna í tendrun friðarsúlunnar sem jú fær orku sína frá OR. Þeir sem sáu og hlíddu á ræðu fráfarandi borgarstjóra við það tilefni gátu ályktað að þarna talaði maður á öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli. Það vekur mann til umhugsunar um hvort það geti verið að Viljálmur hafi hreinlega ekki skilið eða reynt að skilja þá samninga sem fyrir hann voru lagðir? Minnisblaðið var reyndar á íslensku þannig að þessi teóría heldur kannski ekki. 

Nú í kvöld var Kastljósinu enn og aftur beint að þessu máli og ekki jókst hróður borgarstjórans fráfarandi við það. Er ekki tími til kominn að einhver klippi hann niður úr þessu tré því hann virðist ekki ætla að koma niður af sjálfsdáðum. Geir, Davíð... ...einhver. 


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hárrétt, þetta er orðið pínlegt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.10.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband