Góð mynd af Jóhönnu

Já. Ég vil semsagt vera svo djúpspakur í greiningu minni á íslenskri pólitík hér og slengja því fram að með þessari merku frétt fylgi mjög fín ljósmynd af  Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra en hún mun einmitt hafa setið lengst allra þingmanna sem nú sitja á Alþingi fyrir utan að vera vinsælasti ráðherrann þessa dagana. Ekki amalegt það.

Ég ætlaði reyndar ekki að hafa þetta neitt lengra en þá datt mér í hug annar ráðherra sem ólíkt félagsmálaráðherrranum virðist seint ætla skora hátt á vinsældarlistum. Sá maður er Björn Bjarnason en hann er sennilega einn vanmentnasti stjórnmálamaður samtímans enda einn af fáum stjórnmálamönnum í dag sem þorir að taka upp og fylgja eftir málum jafnvel þótt þau séu ekki endilega alveg á toppi vinsældarlistanna. Vinnusamur hugsjónamaður en ekki endilega algjört sjarmatröll og kannski frekar langt á milli góðu ljósmyndanna. Stjórnmálamenn mættu hins vegar gjarnan vera fleiri af þessari tegund en mér er það til efs að að margir úr stétt dýraverndunarsinna muni leggja sig fram við að vernda hinn pólitíska Björn og að nokkur vilji koma nakinn fram í þeim tilgangi.


mbl.is Mest ánægja með störf Jóhönnu og Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband