Kamelåså

Í smíðaklúbbi s.l. föstudag sem haldinn var til upphitunar fyrir Franz Ferdinand tónleika rifjaði Eiki húsráðandi upp snilldar skets frá Norðmönnum sem lengi hafa þótt þjóða ólíklegastar til að búa til fyndni. Í sketsinu, sem er úr gamanþættinum "Uti Vår Hage" og sýndur er á NRK, er iðkuð sú göfuga íþrótt að gera grín að nágrannaþjóð sinni - í þetta skiptið að Dönum og þó einkum að dönsku. Mjög vandað.

Mig langaði til að koma þessu hér á framfæri enda um mjög gott háð sem hittir vel í mark - sérstaklega hjá þeim sem þekkja eitthvað til Dana og "aflsppaðrar" afstöðu þeirra til móðurmáls síns. Þegar þarna er komið við sögu er danskt samfélag að hruni komið sökum innbyrðis tungumálaörðugleika.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband