Færsluflokkur: Íþróttir
30.10.2008 | 22:20
3- 0 : Ísland á EM í fúss. Íííhaaa.
Góður bolti. Soldið vondur völlur - eiginlega alveg skelfilega vondur en mesta furða hvað þær náðu góðu spili (nokkuð sem ekki sést alltaf þegar karlalandsliðið spilar jafnvel við góðar aðstæður). Danir segja stundum, "livet er for kort til kvindefodbold". Ekki hér ekki núna. Glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar. Þetta eru flottar fyrirmyndir fyrir stelpurnar mínar.
Takk fyrir góða skemmtun.
(Íþróttafréttamennirnir sem lýstu leiknum á RUV hefðu samt mátt sleppa því að lýsa því yfir að "írska liðið væri bara lélegt" - það þótti mér ekki frábært).
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 00:09
Drama í Parken - Lúði dagins
Leikurinn var þegar orðinn klassískur af góðum og gildum ástæðum og því sorglegt að einhver lúði þyrfti að stela leiknum með þessum hætti.
Jafnteflisleikur Íslendinga við Liechtenstein var hins vegar ekkert til að skrifa heim um.
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)