Færsluflokkur: Ferðalög

Á ferðalagi: Golf fram í firði

Brynjar er elegant golfari

Úff.

Fyrstu tilburðir við golfspil í sumar fóru fram á litlum velli við Þverá í Eyjafirði. Það var ekki fögur sjón að fylgjast með okkur Brynjari mági mínum sveifla kylfunum í þetta skiptið þótt hann hefði verið skömminni skárri en ég. Það var þó huggun harmi gegn að áhorfendur voru engir og almennt lítil umferð á svæðinu í morgun. Það var því aðallega egóið sem hlaut skaða af þessari morgunleikfimi.

Veðrið var hins vegar gott eins og það er alltaf á þessum slóðum - líka þegar það er vont. 


Á ferðalagi: Stöðvarhús og fússball

Fórum í gær héðan frá Reyðarfirði í dagsferð uppá Hérað og niður í Hallormsstaðarskóg þar sem spilaður var fótbolti og nestisát fór fram í ágætu veðri þótt lofthitinn hefði ekki verið mikill. Úr Atlavík fórum við síðan að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar og sáum þar glitta í þessa mestu framkvæmd Íslandssögunnar - í dag er svo ætlunin að fara upp að vikjun og sjá Hálslón.


Á ferðalagi: Köld sturta í Skaftafelli

Á ferðalagi fjölskyldunnar úr Skriðufelli í Þjórsárdal áleiðis austur til Reyðarfjarðar gerðum við stutt stopp í Skaftafelli. Ákváðum að geyma göngutúra til betri tíma en stelpurnar skelltu sér í kalda sturtu eins og meðfylgjandi myndskeið ber með sér. Rosa kalt en rosa gaman :)

Litla systir fylgdist með í regngalla og með bolta í hönd...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband