Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Niðursoðin umræða - "Demand Debate"

Ég ætti ef til vil að taka upp léttara hjal en ég rakst á niðursoðna umræðu um hlýnun jarðar - nokkrar mínutur af rökum Al Gore og síðan nokkrar mínútur af rökum nokkurra sérvitringa sem eru annarrar skoðunar. Alveg ágætt. 


Um hlýnun jarðar af manna völdum og CO2

Hér kemur meira skemmtiefni frá mér um hlýnun jarðar. Eftirfarandi myndskeið kom upp í hendurnar á mér frá YouTube. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég þetta myndband, sem fjallar um tölfræði og veðurfar, sem "uppáhalds" (eins undarlegt og það kann að hljóma) á YouTube og í kjölfarið var mér vísað á nokkur önnur myndbönd um svipað efni. 

Hér er á ferðinni Bob Carter prófessor frá James Cook University í Ástralíu. ÞArna fer hann m.a. yfir nokkur vísandaleg rök sem hann líkir við tundurskeyti sem ættu að nægja til að sökkva kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum (e. AWG). Í senn fróðlegt (vísindaleg nálgun á viðfangsefnið), skemmtilegt (skemmtilegur fyrirlesari) og scary (hvað Al Gore og vinir virðast geta teymt okkur út í kostnaðarsamar en tilgangslausar friðþægingaraðgerðir á grundvelli kenningar sem heldur ekki vatni). 

Og svo ein snaggaraleg tilvitnun sem ég rakst á einhversstaðar. 

“Attributing global climate change to human CO2 production is akin to trying to diagnose an automotive problem by ignoring the engine (analogous to the Sun in the climate system) and the transmission (water vapour) and instead focusing entirely, not on one nut on a rear wheel, which would be analogous to total CO2, but on one thread on that nut, which represents the human contribution.”

Dr. Timothy Ball, Chairman of the Natural Resources Stewardship Project (NRSP.com), Former Professor of Climatology, University of Winnipeg.


Gott gabb: Bíll til sölu

Dætur mínar gerðu nokkuð gott gabb í mér í gær (1. apríl). Ég þurfti allavega að "hlaupa" fram fyrir bílinn og skoða hvað þetta væri... ...mjög vandað :)

Aprílgabb Arnheiðar og Brynju

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband