Kaldur Pútín

Í gærkvöldi var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í viðtali í Kastljósi hjá Helga Seljan. Ræddu þau um ýmis mál og sýndist mér Helgi reyna að fá utanríkisráðherrann til að segja eitthvað fréttnæmt um hergagnaflutninga íslenskra flugfélaga til Georgíu og skoðun hennar á samningum BNA og Tékklands og Pólands um eldflaugavarnir og annað sem Pútín og Medvedev láta fara í taugarnar á sér þessa dagana.

Ingibjörgu tókst ágætlega að detta ekki í þessa gildrur - enda kannski eins gott ef hún ætlar að gera sér vonir um að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ. Þó þótti mér frekar fyndið þegar utanríkisráðherrann sagði að það sem gera þyrfti nú þegar mikil spenna væri kominn upp í samskiptum Rússa og Nató væri að "kæla það allt niður eins og kostur er".

Ég er ekki viss um að ráðlegt sé að fara of geyst í þá kælingu enda ekki svo ýkja langt síðan Kaldastríðinu lauk með upplausn Sovétríkjanna - þó svo Pútín hugsi vafalítið með söknuði til þess tíma og virðist vinna  að því hörðum höndum að endurreisa Rússland sem stórveldi. Það eru því blikur á lofti um að lýðræði, frelsi og friður verði ekki á dagskrá hjá Rússum og næstu nágrönnum þeirra í bráð. Læt kuldalega mynd úr Hlíðarfjalli fylgja með sem ég tók síðasta vetur.

Horft upp Hlíðarfjall

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, falleg er myndin.

Ég þakka ágætan pistil; missti sjálfur af þessu Kastljósi.

Jón Valur Jensson, 3.9.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband