Fiat Empire - Seðlabankinn og stjórnarskráin (í BNA)

Bogi Ágústsson hefur tekið mörg viðtöl við áhugaverða menn í gegnum tíðina sem sýnd hafa verið á RUV. Eitt sem komið er til ára sinna er viðtal eða öllu heldur umræðuþáttur sem Bogi stjórnaði þar sem Milton Friedman ræddi við nokkra menn sem voru og eru áberandi í þjóðmálaumræðunni á Íslandi.

Í gærkvöldi var svo sýnt mjög gott viðtal Boga við Antonin Scalia, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um stjórnarskrá Bandaríkjanna, hlutverk hennar og mikilvægi. Nú hafa margir haldið því fram að ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri landa hafi á undanförnum árum gengið mjög langt í því að takmarka borgaraleg og stjórnarskrárvarin réttindi m.a. með vísan í baráttu gegn hryðjuverkum. Sú gagnrýni hefur oft verið á rökum reist að mínu viti. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af því hvernig slík löggjöf getur verið misnotuð og beitt í tilvikum sem eru langt frá þeim aðstæðum sem löggjöfinni upphaflega var ætlað að virka í. Það ætti hins vegar ekki að koma á óvart að ríkisstjórnir gangi eins langt og þær geta og þess vegna er mikilvægt að standa vörð um hlutverk stjórnarskárinnar sem aðhald við stjórnvöld og tilburði til að auka valdsvið sitt.

En það eru ekki eingöngu nýlegir tilburðir stjórnvalda til að auka valdsvið sitt til að berjast gegn hryðjuverkum sem fólk hefur haft efasemdir um. Lítt áberandi hópur fólks, m.a. með Ron Paul í forsvari, heldur því fram m.a. með því að vísa í upprunalega þýðingu Bandarísku stjórnarskrárinnar (líkt og Antonin Scalia gerir) að þau lög sem seðlabanki Bandaríkjanna starfar eftir séu í andstöðu við stjórnarskrá landsins. Heimildarmyndin hér að neðan fjallar einmitt um það efni. Mjög áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem stendur uppúr í þessu klassíska viðtali Boga við Friedman er að Birgir Björn er í hvítum sportsokkum og telur það í lagi í útsendingu sem þessari.

Gummi Jóh (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband