Aldur

Í baráttunni um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er ekki laust við að aldur og reynsla frambjóðenda sé til umræðu. Annars vegar er það McCain (72 ára í ágúst) gamall og stirður reynslubolti og stríðshetja sem teflir sjálfum sér fram sem staðföstum manni sem kjósendur geta treyst og hins vegar Obama (47 ára í ágúst) ungur, ferskur og mælskur maður sem leggur áherslu á að breytinga sé þörf og að hann sé maður breytinga.

Það er því við hæfi að minnast þess þegar aldur Ronald Reagan (svona vil ég hafa eignarfall á erlendum nöfnum - ekkert Ronalds Wilsons Reagans í þessu bloggi) var töluvert mál í kosningabaráttunni 1984 þegar Reagan atti kappi við Walter Mondale um embættið. Svarið sem Reagan gaf stjórnanda í sjónvarpskappræðum við Mondale í klippinu hér að neðan er löngu orðið klassískt:

 

...I want you to know that also I will not make age an issue of this campaign. I am not going to exploit for political purposes my opponent's youth and inexperience.
 Ronald Reagan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Góður "bro"; átti alltaf eftir að heyra þetta beint en ekki bara í ágætri endursögn TT.

Gísli Tryggvason, 1.8.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband