8.5.2008 | 23:38
Hjólað eins og vindurinn
Mér tókst í morgun að hjóla í vinnuna enda margir Símastarfsmenn miklir hjólagarpar og pressan því gífurleg. Tókst meira að segja að hjóla heim aftur sem er öllu erfiðara fyrir okkur Grafarholtsbúa. Held að hvor leið sé nálægt 10 km. Tók nokkur myndskeið upp á leiðinni á símann minn og hér fyrir neðan er eitt þeirra. Þarna er ég í Grafarvoginum í góðu veðri og fuglasöng gleypandi flugur eins og ég veit ekki hvað...
Athugasemdir
Til hamingju með glæsilegan árangur, ég get vel tekið undir að leiðin heim er ögn þyngri en leiðin í vinnuna enda töluvert upp í móti fyrir þau okkar sem búum í hreina loftinu hér í Grafarholtinu. Til gamans þá er 8,6km heiman frá mér niður í Síma, það getur nú ekki talist slakur árangur að hjóla 17,2 km á dag!
En skemmtileg myndataka, ég afrekaði einmitt að svara tölvupósti á leiðinni heim í dag, spurning hvort maður sé tryggður við þessa iðju!
En leitt þykir mér að tilkynna þér að þú verður að taka ungmennafélags andann á þetta og hafa gaman af því að taka þátt því liðið mitt hjólar til sigurs (spurning hvort þú viljir kannski koma í "rétta" liðið)
Óttarr Makuch, 9.5.2008 kl. 00:08
Takk fyrir Óttarr. Hvað varðar besta liðið (innan) Símans vil ég bara sýna eftirfarandi:
Sveinn Tryggvason, 9.5.2008 kl. 12:42
Elsku drengurinn, þetta eru gamlar tölur..... eldmóður... það er Síminn er kominn í 196,4Km (spurning um að skoða aðeins neðar á listann)
Óttarr Makuch, 9.5.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.