Fitna: Ógeðfelld mynd, þarft innlegg

Nú hefur kóran-krítíska stuttmyndin Fitna verið fjarlægð af vefsæðinu LifeLeak eftir að starfsmönnum þess hafði borist alvarlegar hótanir (sbr. frétt JP og frétt MBL). Ekki laust við að þessi atburðarás renni stoðum undir þá staðhæfingu sem myndin felur í sér að Islam og Kóranin boði ofbeldi og "terror". Enn er þó hægt að sjá myndina á YouTube (á fleiri en einum stað raunar).

Þótt Fitna sé í sjálfu sér ekkert meistaraverk í kvikimyndagerð (í raun lítið annað en áróðursmyndband þar sem einu sjónarmiði er haldið á lofti) er hún að vissu leyti þarft innlegg í umræðuna um árekstur Islam við vestræn gildi. Sú umræða einkennist nefnilega enn oft af hræðslu við að ræða tiltekna þætti sem sjálfsagt væri að taka inn í umræðuna - til að mynda spurningum um það hvort Íslam boði ofbeldi gagnvart "vantrúuðum", konum, samkynhneigðum, gyðingum eða öðrum og hvort vesturlöndum og vestrænum gildum stafi hætta af þeim múslímum sem fylgja slíku boði (sé það til staðar).

Það er því miður ekki að ástæðulausu sem slíkar spurningar skjóta upp kollinum. Oftsinnis höfum við séð hryðjuverkamenn réttlæta óhæfuverk sín með beinum tilvitnunum í Kóraninn eða með vísan í gjörðir Múhameðs spámanns sem í lifanda lífi gekk bókstaflega milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum. Í því samhengi er rökrétt og málefnalegt að velta upp hvert innihald Islam sé og hvort það kunni að skýra ástandið. Það er því billegt að afgreiða þess háttar inlegg sem Fitna er sem "islamofóbíu" og beinlýnis skaðlegt fyrir umræðuna að gera málefnaleg sjónarmið að tabú eins og bæði íslamistar og naívistar reyna að gera.

Nú er Fitna kannski ekki sérlega sófistikeruð framsetning. Ayaan Hirsi Ali tekst til að mynda mun betur til í bók sinni, Frjáls, að koma á framfæri svipuðum boðskap og Fitna. Hversu ógeðfelld sem myndin kann að þykja á boðskaður hennar erindi við okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband