Pólitísk sátt vikunnar

Í morgunblaðinu í dag er viðtal við núverandi borgarstjóra Reykjavíkur sem í síðustu færslu minni haut þann heiður að vera útnefndur maður vikunnar. Í viðtalinu reynir Vilhjálmur að útskýra þá þróun sem orðið hefur í Orkuveitu Reykjavíkur með stofnun REI og sameininingu þess við GGE. Fyrir utan gamalkunnar vendingar um að verið sé að gæta hagsmuna borgaranna segir borgarstjórinn m.a. að:

Á undanförnum árum hafi verið pólitísk sátt um starfsemi OR nema hvað fulltrúar Vinstri grænna hafi verið á annarri skoðun upp á síðkastið...

 
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í viðtali í Morgunblaðinu 6. okt. 2007

Það er nebblega það. Mótmæli Sjálfstæðismanna yfir framgögnu R-listans á síðasta og þarsíðasta kjörtímabili yfir málefnum OR (byggingu höfuðstöðva, Línu.net, risarækjum og almennt óráðsíu) hljóta því að vera einhver misskilningur. Ræður, greinar og bókanir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og annara Sjálfstæðismanna sem reyndu að standa vörð um hagsmuni skattgreiðenda voru þá ekki eiginleg mótmæli heldur frekar nokkurskonar stuðningsyfirlýsing. Gott að vita það. Bara smá grín hjá Gulla.


mbl.is Samþykkt að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband