6.10.2007 | 00:31
Other people's money
Þetta hlýtur að vera stjórnmálamaður vikunnar.
Borgarstjórinn í Reykjavík er nú búinn að slá bæði eigin met sem og met fyrirrennara sinna í því að fara frjálslega með umboð sitt og almannafé með aðkomu sinni að útrás Orkuveitu Reykjavíkur. Óvíst verður að telja að þetta hafi verið það sem kjósendur voru að biðja um þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk tækifæri til að leysa borgarbúa undan þeirri ánauð að vera stjórnað af forræðishyggjumönnum með ærið yfirgripsmiklar hugmyndir um hvert hlutverk hins opinbera skyldi vera.
Risarækjueldi, hörverksmiðjur, línur og net eru nokkur gamalkunnug verkefni sem R-listanum þótti vísast að eyða skattfé borgaranna í og var ekki laust við að borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu þær ráðstafanir. Fæstir hefðu hins vegar getað ímyndað sér að gagnrýnin væri til komin vegna þess að fjáraustur R-listans hefði ekki verið nógu mikill og ekki nægilega vel dreift út fyrir landssteinana en nú hefur sú undarlega staða komið upp að sjónum borgarstjórans og embættismanna á vegum borgarinnar hefur í verið beint til Suð-austur Asíu, Afríku, Kína og eiginlega heimsins alls. Hvort ástæðan er frábært viðskiptatækifæri eða köllun til þess að færa heimsbyggðinni græna orku er í sjálfu sér málinu óviðkomandi þar sem allir sem eru réttu megin við Lenín hljóta að sjá að þetta er alveg örugglega ekki í verkahring hins opinbera.
Fulltrúi Samfylkingar fer fram á að fá gögn og samþykktir REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.