Færsluflokkur: Kvikmyndir

Last King of Scotland (VoD)

And now for something completely different... (tilvitnun lýkur)

 Ágætt að venda sínu kvæði í kross og blogga um alveg frábæra mynd sem ég sá í SkjáBíó nú um daginn. Fyrir þá sem ekki vita hvað SkjárBíó er þá er það "myndbandaleiga heima í stofu" fyrir þá sem hafa aðgang að Sjónvarpi Símans (svokallað Video on Demand) sem er sérlega hentugt fyrir fólk eins og mig sem iðulega gleymir að skila spólum sem leigðar eru upp á gamla móðinn.

Nema hvað - ég sá semsagt Forest Whitaker fara á kostum sem einræðisherrann Idi Amin sem stýrði Uganda með harðri hendi á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir utan að vera mjög áhugaverð en um leið hrikaleg frásögn um Úganda og þær hremmingar sem landið gekk í gegnum á þessum árum er alveg magnað að sjá hvað Whitaker, sem yfirleitt leikur fremur geðþekka rólyndismenn, er sannfærandi sem Idi Amin. Meðfylgjandi myndskeið af YouTube er einmitt stutt viðtal við leikstjóra myndarinnar um valið á Forest í hlutverkið en leikstjórinn hafði einmitt haft efasemdir um að að Forest gæti verið nógu grimmur til að geta leikið einræðisherrann.


Mæli eindregið með þessari mynd.
/st


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband