Færsluflokkur: Menning og listir

Ballerínur í Borgarleikhúsinu

Í kvöld fórum við hjónin í Borgarleikhúsið til að sjá dætur okkar dansa ballet ásamt öðrum nemendum í Balletskóla Sigríðar Ármann sem í ár fagnar 55 ára afmæli. Þetta var í fjórða skipti sem við sjáum nemendur skólans ljúka vetrarstarfinu með glæsibrag en í fysta skipti sem við eigum tvær ballerínur í hópnum. Að vanda var þetta mjög gaman og alveg magnað hvernig Ástu Björnsdóttur og co. tekst að setja upp svona stóra sýningu þar sem hafa þarf stjórn á vel yfir hundrað ballerínum og tímasetja vel á annan tug dansatriða á rétt um klukkustund. Vel af sér vikið.

Brynja og Sóley með sínum hóp.Arnheiður og hópur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband