Færsluflokkur: Dægurmál
29.9.2008 | 21:01
Quoted out of context
Ekki er öll vitleysan eins. Nú er það ekki sérlega fréttnæmt - allra síst í dag - að einhver bloggari sé með skæting. Ekki ætla ég heldur að elta ólar við alla þá sem eru mér ósammála - enda er ég sennilega í miklum minnihluta þar sem ég a) hef efasemdir um hnattræna hlýnun af manna völdum, b) hef dálæti á Ronald Reagan og, c) er andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Sennilega lítið sniðmengi þar á ferð :)
Málið er að við Friedrich Hayek lentum í því fyrir nokkrum dögum að vera alveg svakalega misskildir af þessum áhugamanni um málefni líðandi stundar. Í eftirskrift í frekar fúlli athugasemd við ágæta færslu á Hægrisveiflunni skrifar áugamaðurinn eftirfarandi:
Þarna virðist vilji áhugamannsins til að koma einhverskonar höggi á mig bera skynsemina ofurliði. Er hann sennilega að vísa í varnaðarorð Hayek um að þeir sem aðhyllist jöfnuð séu í raun óhjákvæmilega að kalla yfir sig alræði, en þessi orð Hayek hef ég notað hér á þessari síðu.
A claim for equality of material position can be met only by a government with totalitarian powers.
Áhugamaðurinn snýr þessum orðum alveg á haus og gerir mér upp þá skoðun að best sé að tryggja jafnrétti með alræði. Greinilega ekki bara Davíð sem þarf að búa við þetta - líka við Hayek. Eigum við ekki að vona að það sé tákn um eitthvað frábært að lenda í svona löguðu - eins og Prefab Sprout söng eitt sinn:
We were songbirds, we were Greek Gods
We were singled out by fate
We were quoted out of context - it was great/we were great
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 16:01
Kamelåså
Í smíðaklúbbi s.l. föstudag sem haldinn var til upphitunar fyrir Franz Ferdinand tónleika rifjaði Eiki húsráðandi upp snilldar skets frá Norðmönnum sem lengi hafa þótt þjóða ólíklegastar til að búa til fyndni. Í sketsinu, sem er úr gamanþættinum "Uti Vår Hage" og sýndur er á NRK, er iðkuð sú göfuga íþrótt að gera grín að nágrannaþjóð sinni - í þetta skiptið að Dönum og þó einkum að dönsku. Mjög vandað.
Mig langaði til að koma þessu hér á framfæri enda um mjög gott háð sem hittir vel í mark - sérstaklega hjá þeim sem þekkja eitthvað til Dana og "aflsppaðrar" afstöðu þeirra til móðurmáls síns. Þegar þarna er komið við sögu er danskt samfélag að hruni komið sökum innbyrðis tungumálaörðugleika.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)