Færsluflokkur: Tónlist
29.9.2008 | 21:01
Quoted out of context
Ekki er öll vitleysan eins. Nú er það ekki sérlega fréttnæmt - allra síst í dag - að einhver bloggari sé með skæting. Ekki ætla ég heldur að elta ólar við alla þá sem eru mér ósammála - enda er ég sennilega í miklum minnihluta þar sem ég a) hef efasemdir um hnattræna hlýnun af manna völdum, b) hef dálæti á Ronald Reagan og, c) er andsnúinn inngöngu Íslands í ESB. Sennilega lítið sniðmengi þar á ferð :)
Málið er að við Friedrich Hayek lentum í því fyrir nokkrum dögum að vera alveg svakalega misskildir af þessum áhugamanni um málefni líðandi stundar. Í eftirskrift í frekar fúlli athugasemd við ágæta færslu á Hægrisveiflunni skrifar áugamaðurinn eftirfarandi:
Þarna virðist vilji áhugamannsins til að koma einhverskonar höggi á mig bera skynsemina ofurliði. Er hann sennilega að vísa í varnaðarorð Hayek um að þeir sem aðhyllist jöfnuð séu í raun óhjákvæmilega að kalla yfir sig alræði, en þessi orð Hayek hef ég notað hér á þessari síðu.
A claim for equality of material position can be met only by a government with totalitarian powers.
Áhugamaðurinn snýr þessum orðum alveg á haus og gerir mér upp þá skoðun að best sé að tryggja jafnrétti með alræði. Greinilega ekki bara Davíð sem þarf að búa við þetta - líka við Hayek. Eigum við ekki að vona að það sé tákn um eitthvað frábært að lenda í svona löguðu - eins og Prefab Sprout söng eitt sinn:
We were songbirds, we were Greek Gods
We were singled out by fate
We were quoted out of context - it was great/we were great
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 01:45
Pétur Ben et al. á Græna hattinum
Fór á föstudagskvölið á Græna hattinn á Akureyri. Þar fluttu Ólöf Arnalds, Lay Low og Pétur Ben sína tónlist auk þess sem Vilhelm (a.k.a Villi Naglbítur) hóf herlegheitin sem sérlegur fulltrúi heimamanna en tónleikarnir eru hluti fyrirbæri sem kallast Rás2 plokkar hringinn. Það er skemmst frá því að segja að þetta voru alveg magnaðir tónleikar þótt hver flytjandi hefði ekki nema úr ca. hálftíma "að spila". Að öðrum flytjendum ólöstuðum þótti mér Pétur Ben alveg magnaður og náði hann upp mjög góðri stemmningu - bæði lágstemmdri í t.d. "I'll Be Here" en einnig hörku stuði eins og í "Something Radical" þar sem Sigtryggur Baldurson átti stórleik á slagverk af ýmsum toga enda lét hann sér ekki nægja að berja trommurnar fyrir framan sig heldur sló hann taktfast í túbu sem hékk uppá vegg fyrir aftan trommurnar og fleiri instrúment sem hann náði til með góðu móti.
Sem aukalag flutti Pétur Ben vel þekktan pop/disco klassíker, Billy Jean eftir Michael Jackson, í nýstárlegri útsetningu. Hér fyrir neðan er upptaka (í afleitum gæðum reyndar) af þeim gjörningi sem hlaut góðar undirtektir viðstaddra. Túban og allt dótið sem Sigtryggur lamdi í ætti þó að sjást sæmilega.
Mér þótti þetta gott... :) Takk fyrir mig.
Þeir sem gætu haft áhuga þá verða þessir tónleikar á NASA 27. apríl n.k.
/st
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)