Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
19.11.2008 | 17:28
Absúrd Brown og Gimsteinn Medínu
Skömmu áður en stórmennið og forsætisráðherra Breta, Gordon Brown, setti nokkra stórhættulega íslenska aðila á lista yfir hryðjuverkasamtök sendi hann múslímum í Kúvæt kveðju í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslíma. Eins og höfundar myndbandsins hér að neðan (frá Council of Ex-Muslims of Britain
http://www.ex-muslim.org.uk) færa rök fyrir er kveðja Brown gagnrýniverð í sjálfu sér, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Sett í samhengi við aðgerðir forsætisráðherrans gagnvart Íslendingum er kveðja Gordon Brown absúrd!
Í myndbandinu er það nefnt í framhjáhlaupi að útgáfufyrirtækið Random House hafi nýlega þurft að hætta við útgáfu skáldsögunnar The Jewel of Medina eftir Sherry Jones, af hræðslu við að bókin, sem fjallar um barnunga eiginkonu Múhameðs spámanns, kynni að verða kveikja að ofbeldisverkum múslíma.
Það minnti mig á að í dag var frá því greint í fjölmiðlum að Auður Jónsdóttir, rithöfundur og skólasystir mín úr MA, hefði gert stóran útgáfusamning við Random House í Þýskalandi. Auður þarf þá bara að passa sig á því að velja ekki röng viðfangsefni í bókum sínum ef hún gerir sér von um að fá þær útgefnar hjá forlaginu.
30.3.2008 | 21:34
Fitna: Ógeðfelld mynd, þarft innlegg
Nú hefur kóran-krítíska stuttmyndin Fitna verið fjarlægð af vefsæðinu LifeLeak eftir að starfsmönnum þess hafði borist alvarlegar hótanir (sbr. frétt JP og frétt MBL). Ekki laust við að þessi atburðarás renni stoðum undir þá staðhæfingu sem myndin felur í sér að Islam og Kóranin boði ofbeldi og "terror". Enn er þó hægt að sjá myndina á YouTube (á fleiri en einum stað raunar).
Þótt Fitna sé í sjálfu sér ekkert meistaraverk í kvikimyndagerð (í raun lítið annað en áróðursmyndband þar sem einu sjónarmiði er haldið á lofti) er hún að vissu leyti þarft innlegg í umræðuna um árekstur Islam við vestræn gildi. Sú umræða einkennist nefnilega enn oft af hræðslu við að ræða tiltekna þætti sem sjálfsagt væri að taka inn í umræðuna - til að mynda spurningum um það hvort Íslam boði ofbeldi gagnvart "vantrúuðum", konum, samkynhneigðum, gyðingum eða öðrum og hvort vesturlöndum og vestrænum gildum stafi hætta af þeim múslímum sem fylgja slíku boði (sé það til staðar).
Það er því miður ekki að ástæðulausu sem slíkar spurningar skjóta upp kollinum. Oftsinnis höfum við séð hryðjuverkamenn réttlæta óhæfuverk sín með beinum tilvitnunum í Kóraninn eða með vísan í gjörðir Múhameðs spámanns sem í lifanda lífi gekk bókstaflega milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum. Í því samhengi er rökrétt og málefnalegt að velta upp hvert innihald Islam sé og hvort það kunni að skýra ástandið. Það er því billegt að afgreiða þess háttar inlegg sem Fitna er sem "islamofóbíu" og beinlýnis skaðlegt fyrir umræðuna að gera málefnaleg sjónarmið að tabú eins og bæði íslamistar og naívistar reyna að gera.
Nú er Fitna kannski ekki sérlega sófistikeruð framsetning. Ayaan Hirsi Ali tekst til að mynda mun betur til í bók sinni, Frjáls, að koma á framfæri svipuðum boðskap og Fitna. Hversu ógeðfelld sem myndin kann að þykja á boðskaður hennar erindi við okkur.
Trúmál og siðferði | Breytt 31.3.2008 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2008 | 01:01
Horft jákvæðum augum á heiminn
Eins og mbl.is greindi frá nú i kvöld var stuttmyndin Fitna gerð opinber í dag á vefsvæðinu LifeLeak. Nú er æði margt sem hægt er að segja um þessa mynd en ekki síður um viðbrögðin sem hún hefur vakið - ótti og taugaveiklun, ritskoðun og fleira.
Áður en ég geri tilraun til að skrifa nokkuð um þessa mynd væri ekki úr vegi að benda á stutt myndband af YouTube þar sem ungur og ágætlega máli farinn maður gerir tilraun til að horfa björtum augum á framtíðina og á það sem sameinanar fremur en það sem sundrar fólki. Það er óneitanlega upplífgandi að sjá þarna jákvæða, friðsamlega og kærleiksfulla túlkun á Islam sem þessi maður virðist tileinka sér.
Umdeild kvikmynd á vefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |