Góður bolti

Alveg magnað. Stór stund fyrir okkur að komast svona langt. Til hamingju Íslendingar.

PS. Pínu fyndið reyndar að hugsa til þess að enginn vildi þjálfa þetta handboltalið í vor, eins og Vefþjóðviljinn bendir á neðst í þessari færslu


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúðakris alltaf í gáfumannapoppinu

Óvist hvort þetta rap hjá Ludacris hjálpi Obama í forsetastólinn enda hefur skrifstofa Obama þegar gefið út yfirlýsingu um að rapparinn ætti að skammast sín.


Sprengjuáras eða hryðjuverk

Veit ekki hvort þetta er meðvitað orðaval hjá mbl eða hvort ég er haldin orðhengilshætti á lokastigi, en ég hjó alla vega eftir því að Mogginn (og reyndar fleiri) kallar þetta sprengjuárásir á meðan Eyjan (og reyndar fleiri) kallar þetta hryðjuverk.
mbl.is Þrír handteknir í Istanbúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldur

Í baráttunni um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er ekki laust við að aldur og reynsla frambjóðenda sé til umræðu. Annars vegar er það McCain (72 ára í ágúst) gamall og stirður reynslubolti og stríðshetja sem teflir sjálfum sér fram sem staðföstum manni sem kjósendur geta treyst og hins vegar Obama (47 ára í ágúst) ungur, ferskur og mælskur maður sem leggur áherslu á að breytinga sé þörf og að hann sé maður breytinga.

Það er því við hæfi að minnast þess þegar aldur Ronald Reagan (svona vil ég hafa eignarfall á erlendum nöfnum - ekkert Ronalds Wilsons Reagans í þessu bloggi) var töluvert mál í kosningabaráttunni 1984 þegar Reagan atti kappi við Walter Mondale um embættið. Svarið sem Reagan gaf stjórnanda í sjónvarpskappræðum við Mondale í klippinu hér að neðan er löngu orðið klassískt:

 

...I want you to know that also I will not make age an issue of this campaign. I am not going to exploit for political purposes my opponent's youth and inexperience.
 Ronald Reagan

Jibjab: Time for some campaignin'

Mjög vandað grín um forsetaslaginn í USA - hallar auðvitað soldið á fermingarbróður minn John McCain en við þolum það. Sveimér ef ég er ekki þarna með í lokin...

Send a JibJab Sendables® eCard Today!

Varúð! Umræða - Global Warming is not a Crisis

Samtökin Intelligence Squared, sem standa fyrir umræðu "í beinni" um ýmis mál, tóku sig til á dögunum og fengu nokkra vandaða menn til að rökræða eftirfarandi staðhæfingu: "Global warming is not a crisis". Að bjóða upp á umræðu um þetta mál telja margir vera fáheyrðan dónaskap enda hefur maður oftsinnis heyrt að nú sé umræðunni lokið um hnattræna hlýnun (tilveru hennar, ástæður og afleiðingar) og komið sé að aðgerðum (sem oftar en ekki fela í sér skattlagningu af einhverju tagi).

Þeir sem töluðu fyrir staðhæfingunni um að hnattræn hlýnun væri ekki krísa voru þeir Michael Crichton, Richard S. Lindzen, Philip Stott á meðan Brenda Ekwurzel, Gavin Schmidt, Richard C.J. Somerville færðu rök gegn staðhæfingunni. Mæli með því að fólk hlusti eða horfi á umræðurnar (sjá neðar í þessari færslu). Athyglisvert er að skoða niðurstöður skoðanakönnunar sem IQ2 birtir á heimasíðu sinni og ég dró saman í eina mynd hér að neðan.

Global Warming is not a crisis

Skoðanakönnunin var framkvæmd bæði fyrir og eftir umræðurnar auk þess sem boðið er upp á að láta skoðun sína í ljós á netinu. Greinilegt að rök Crichton, Lindzen og Stott um að hnattræn hlýnun sé ekki krísa hlutu góðan hljómgrunn enda fjölgar fylgendum staðhæfingarinnar úr tæplega 30% í rúmlega 46%. Reyndar er það eftirtektarvert í raun hve margir voru fylgjandi staðhæfingunni fyrir umræðurnar miðað við hversu rækilega búið er að heilaþvo almenning með hræðsluáróðri um hnattræna hlýnun. Það kann þó að vera að þeir sem á annað borð mæta á fyrilestra sem þessa séu fremur hugsandi efahyggjumenn en gengur og gerist og það skýri þetta háa hlutfall. Ég mæli með að fólk hlusti á rök með og á móti og myndi sér skoðun - umræðunni er vonandi ekki lokið.

Á YouTube er hægt að horfa á umræðuna (í 10 hlutum) hér að neðan en jafnframt er hægt að hlusta á hana á heimasíðu IQ2.




Skynsemi nálægðarinnar

Hér er stutt en skemmtileg færsla á Andríki um Evrópumál sem ágætt er að lesa í rigningunni (gafst upp á garðvinnunni í bili). 

 


Niðursoðin umræða - "Demand Debate"

Ég ætti ef til vil að taka upp léttara hjal en ég rakst á niðursoðna umræðu um hlýnun jarðar - nokkrar mínutur af rökum Al Gore og síðan nokkrar mínútur af rökum nokkurra sérvitringa sem eru annarrar skoðunar. Alveg ágætt. 


Um hlýnun jarðar af manna völdum og CO2

Hér kemur meira skemmtiefni frá mér um hlýnun jarðar. Eftirfarandi myndskeið kom upp í hendurnar á mér frá YouTube. Fyrir nokkrum mánuðum setti ég þetta myndband, sem fjallar um tölfræði og veðurfar, sem "uppáhalds" (eins undarlegt og það kann að hljóma) á YouTube og í kjölfarið var mér vísað á nokkur önnur myndbönd um svipað efni. 

Hér er á ferðinni Bob Carter prófessor frá James Cook University í Ástralíu. ÞArna fer hann m.a. yfir nokkur vísandaleg rök sem hann líkir við tundurskeyti sem ættu að nægja til að sökkva kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum (e. AWG). Í senn fróðlegt (vísindaleg nálgun á viðfangsefnið), skemmtilegt (skemmtilegur fyrirlesari) og scary (hvað Al Gore og vinir virðast geta teymt okkur út í kostnaðarsamar en tilgangslausar friðþægingaraðgerðir á grundvelli kenningar sem heldur ekki vatni). 

Og svo ein snaggaraleg tilvitnun sem ég rakst á einhversstaðar. 

“Attributing global climate change to human CO2 production is akin to trying to diagnose an automotive problem by ignoring the engine (analogous to the Sun in the climate system) and the transmission (water vapour) and instead focusing entirely, not on one nut on a rear wheel, which would be analogous to total CO2, but on one thread on that nut, which represents the human contribution.”

Dr. Timothy Ball, Chairman of the Natural Resources Stewardship Project (NRSP.com), Former Professor of Climatology, University of Winnipeg.


Hjólað eins og vindurinn

Mér tókst í morgun að hjóla í vinnuna enda margir Símastarfsmenn miklir hjólagarpar og pressan því gífurleg. Tókst meira að segja að hjóla heim aftur sem er öllu erfiðara fyrir okkur Grafarholtsbúa. Held að hvor leið sé nálægt 10 km. Tók nokkur myndskeið upp á leiðinni á símann minn og hér fyrir neðan er eitt þeirra. Þarna er ég í Grafarvoginum í góðu veðri og fuglasöng gleypandi flugur eins og ég veit ekki hvað...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband