Aðalatriði á milli aukaatriða

Það var mjög áhugavert viðtalið við Davíð Oddson, seðlabankastjóra, sem sýnt var í Kastljósi nú í kvöld. Viðtalið var mjög fræðandi um atburðarás síðustu daga - allt frá því að stjórnarformaður Glitnis gekk á fund Seðlabankans fyrir röskri viku - til dagsins í dag þegar tilkynnt var um væntanlegt risalán frá Rússum.

Að mínu mati var þó markverðast í viðtalinu greinargóðar útskýringar Davíðs á þeirri aðferð sem stjórnvöld hafa valið að fara til að takast á við þá miklu kreppu sem steðjar að bankakerfinu. Þó svo fjölmiðlar geri hér eins og oft áður full mikið úr aukaatriðum eins og orðavali Davíðs og slái því upp í fyrirsögnum var Seðlabankastjóri í Kastljósviðtali kvöldsins að útskýra þá afdrifaríku ákvörðun að íslenska ríkið skyldi ekki ábyrgjast skuldir bankanna eins og lánveitendur þeirra virtust gera ráð fyrir á þeim tíma sem lánin voru tekin og bankarnir uxu sem hraðast. Svo virðist sem matsfyrirtækin hafi gengið út frá þeirri forsendu að ríkið myndi ábyrgjast þessi lán þegar þau lækkuðu lánshæfismat sitt á íslenska ríkinu fyrir nokkrum dögum. Í viðtalinu segir Davíð m.a.:

Um leið og matsfyrirtækin og erlendar lánastofnanir átta sig á að við ætlum ekki á leggja þessa skuldaklafa á þjóðina mun staða Íslands gerbreytast og gengið styrkjast og ég held að við þurfum ekki langan tíma til þess.

Það er vonandi að Davíð hafi rétt fyrir sér.

bob the builderÞað er hins vegar alveg ljóst að þessi aðferð stjórnvalda er mjög langt frá því að vera sársaukalaus. Fjöldi hluthafa í fjármálafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum hafa þegar misst og munu missa gríðarmikla fjármuni sem og innlendir og erlendir lánveitendur og kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem fara í þrot. Svo ekki sé talað um áhrif á starfsfólk þeirra fyrirtækja sem fara í þrot eða mikla uppstokkun.

Þrátt fyrir allt virðist mér sem sú aðferð sem ríkisstjórnin hefur valið að fara vera til vitnis um að hagsmunir almennings hafi verið hafðir í fyrirrúmi.

Þetta þótti mér vera markverðast í Kastljósi kvöldins. Margir munu eflaust velta sér meira uppúr tali um "óreiðumenn", samsæriskenningum úr smiðju "vel rekinnar sjoppu útí bæ" eða þeirri töfralausn sem felst í því að sparka Davíð út úr Seðabankanum. Ég mun fyrir mitt leyti reyna að leggja mitt af mörkum til að  byggja upp...


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband