Færsluflokkur: Spaugilegt

Bann við bílaeign myndi fækka bílslysum

Þegar fólk borðar drasl breytist það í drasl. Þú ert það sem þú borðar, var kjörorðið hér heima. Þjóðverjar voru með flottara hljómfall í sínu, Man ist was man ißt. (Ég er t.d. núna um það bil að breytast í ristað brauð með osti og te, sem vonandi hjálpar mér að ná röddinni aftur).

Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar trampolín voru það allra heitasta að því var slegið upp sem frétt í dagblöðum að s.k. trampolín-slysum hefði fjölgað um svo-og-svo mörg prósent frá árinu áður! Þori að veðja að flugslysum hafi fjölgað mjög mikið þegar flug hófst og að badminton meiðslum hafi fjölgað við það að fólk hóf að spila badminton. Hér að neðan eru sex sekúndur af badmintonmeiðslum fyrir þá sem vilja vita hvernig þau geti litið út.

Ég er ekki frá því að hægt væri að búa til faglega sérfræðiskýrslu um að bann við bílaeign og bílaumferð myndi fækka bílslysum. Einhverjum þætti það líka fréttnæmt.


mbl.is Skyndibitaauglýsingar ýta undir offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband