Pólitískt lágflug Steingríms J.

Það var einkennileg tilfinning sem fór um mann í kvöld að fylgjast með umræðum á Alþingi í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra. Þótt ræða fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi verið fremur ósmekkleg aðför að formanni Samfylkingarinnar og var hún þó hátíð í samanburði við tölu hins annars ræðusnjalla formanns Vinstri grænna. Hvort það var meira vandræðalegt eða skammarlegt að sjá og heyra biturðina skína í gegnum skammarræðu Steingríms J. Sigfússonar er erfitt að segja. Í öllu falli var ræðan honum ekki til sóma og í raun sorglegt að sjá hve lágt formaður VG flaug með háði og spotti yfir  samferðafólk sitt í íslenskri pólitík eins og það væri enginn morgundagur.

Steingrímur hefur lengi verið þekktur fyrir ræðusnilld og rökfestu og hefur hann vakið aðdáun og virðingu fyrir vikið. Taktískir afleikir hans í kjölfar nýafstaðinna kosninga og skortur á pólitísku lyktarskyni hafa hins vegar gefið tilefni til að ætla að Steingrímur J. muni ekki koma VG til frekari áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Ræðuhöld kvöldsins bættu ekki úr skák. 

mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ég þakka Sveini Elíasi málefnalegt innlegg. Ég hef reyndar aldrei verið kallaður samfylkingarmaður áður en einhverntímann er allt fyrst.

/st 

Sveinn Tryggvason, 31.5.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Stefán Jónsson

Sæll Sveinn.
Ég fylgdist með nýafstöðnum kosningum úr fjarska og veit ekki hvað Steingrímur J. sagði.
Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að hann hafi svolítið stungið sjálfan sig í bakið í kosningabaráttunni (og allt síðasta kjörtímabil ef því er að skipta).
Kosningaáróður Vinstri-Grænna byggðist nefnilega mest á því að níða Framsóknarflokkinn, ekki Sjálfstæðisflokkinn, vitandi að eina lausafylgið væri meðal félagshyggjusinnaðra Framsóknarmanna.
Steingrímur J. náði svo sem því sem að var stefnt, að fella ríkisstjórnina, en vopnin snerust í höndunum á honum því starfhæfa vinstristjórn er ekki hægt að mynda án Framsóknarflokksins, sem hafði takmarkaðan áhuga á samstarfi við Steingrím og félaga eftir það sem á undan var gengið.

Stefán Jónsson, 3.6.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband